Blik - 01.05.1958, Page 96
94
B L I K
/ jyrra birti Blik
mynd af Landa-
kirkju, sem
Bjarni Jónsson
teiknikennari
hafði teiknað
eftir 110 ára
gömlu málverki
af Heimaey.
Myndin hefir
vakið umtal og
er talin helzt til
fjarri hinu
sanna um útlit
kirkjunnar, áður
en henni var
breytt og byggður turn á hana (1856—1857). — Gaflar kirkjunnar að innan virðast
sanna, að upphaflega hafi verið sneitt af stöfnum kirkjunnar. Ýmsir telja myndina
hér að ofan nœr hinu sanna um hið fyrsta útlit Landakirkju, þar sem hún stendur nú.
Ég hefi þýtt úr 18. aldar dönsku samning þann, sem á sínum tima var gjörður um
byggingu kirkjunnar, og birti hann hér i þeirri von, að Eyjabúar hafi ánœgju og
fróðleik af að þekkja hann. Hann er bezta heimild um gerð á undirstöðum og veggj-
um Landakirkju. Samningurinn er geymdur i Þjóðskjalasafni þjóðarinnar í Reykjavik.
Ég þakka alúðlega þjóðskjalaverði, Stefáni Péturssyni, fyrir þá aðstoð, sem hann veitti
mér við að afrita samninginn á dönsku, því að skriftin er óvönum ekki aðgengileg.
Þ. Þ. V.
d) ókeypis starfssveina og
þegnskyldufólk til þess að
grafa fyrir grunninum,
vinna að múrvinnunni,
slökkva kalkið, nema grjótið
og höggva það til, svo og
annast allan flutning. Svo
margt starfsfólk, skal hann
fá, sem nauðsynleg þörf er á
til áframhalds á allri þessari
umræddu vinnu, án þess að
hin minnsta töf verði þar á
eða stöðvun.
Skyldi hinsvegar hinn hável-
borni stiftamtmaður Thodal,
sem Berger múrarameistari skal
halda sér að til þess að fá starfs-
sveina og þegnskyldufólk eftir
þörfum, ekki geta útvegað nægi-
legan f jölda, er það Berger sjálf-
um heimilt að ráða sjálfur
starfsfólk á kostnað konungs og
greiða því samkvæmt sann-
gjörnum reikningi, en skal þó
áður hafa gefið hinum áður-
nefnda hávelborna stiftamt-
manni, hr. Thodal, til kynna bæði
launakjör og mannfjölda, og
hann látið óskir sínar í ljós um
það sem þannig heimfærðan og
greiddan kostnað (eftir fram-
lögðum, löglega staðfestum og