Blik - 01.05.1958, Page 100
98
B L I K
lagt að ,,San“ eftir að dráttar-
taugin slitnaði.
Eftir að skipið var sloppið
fram 'hjá skerinu, voru öll segl
dregin upp og siglt inn á Ál. Síð-
an var slagað austur með Sandi,
unz hægt var að sigla beitivind
suður flóann fyrir vestan Elliða-
ey og síðan inn á Víkina. En þar
kom Heimaey okkur til að-
stoðar og dró okkur inn á innri
höfn.
Komið var myrkur, er við
fórum inn á milli hafnargarð-
anna. Af þeim sökum var öll að-
staða verri við að festa skipið
við hafnarfestarnar. Akkerið
var látið falla, er við héldum, að
við værum komnir inn fyrir
þverfestina, er framtaumamir
(Sjá Blik 1957) voru tengdir
við. En síðar kom í ljós, að svo
var ekki, og féll akkerið utan
við ætlaðan stað.
,,San“ snerist yfir til stjórn-
borða á akkerisfestinni, en öll
segl höfðu nú verið felld að und-
anteknu afturseglinu, sem var
haft uppi til þess að auðvelda
snúning skipsins um akkeris-
festina. Einnig kom nú árabát-
urinn til aðstoðar. I hann var
tekinn stálvír, sem festur var í
afturtauminn. Vírinn var dreg-
inn á handafli inn í skipið með
því, að hann var dreginn gegnum
þrískorna hjólklofa (blakkir)
í skipinu og tvískorna við taurn-
inn. Þegar hjólklofarnir komu
saman, voru þeir færðir sund-
ur á ný, þar til festartaumnum
hafði verið náð inn í skipið og
hann festur þar. Allt tókst þetta
að lokum þrátt fyrir slæma að-
stöðu.
Við vorum alls 9% klukku-
stund að sækja „San“ inn fyrir
Eiði og ganga frá því á höfn-
inni. Þetta var óvenjulega lang-
ur tími. Enda fannst þeim svo,
er í landi voru, því að skipaaf-
greiðsla Gísla J. Johnsen sendi
v/b Soffíu, VE 226, út til okkar,
þegar á daginn leið, til þess að
vita, hvernig okkur gengi. Þá
munaði minnstu, að illa færi fyi’-
ir bátnum, því að bátsvélin
stanzaði rétt utan við syðri
hafnargarðinn. Þar sem allmik-
ill austansjór var og vindbræla,
eins og áður segir, rak bátinn
að garðinum. Báturinn lét akk-
eri falla, en það kom að litlum
notum vegna nálægðar hans við
hafnargarðinn. Á síðustu
stundu tók vélin aftur á rás, svo
að öllu var borgið frá þeim ör-
lögum, er annars hefðu beðið
báts og áhafnar eins og v/b
Njáls og skipshafnar hans á
sömu slóðum nokkrum árum
áður.
Þessari síðustu hafnarleið-
sögn til handa seglknúðu farm-
skipi hingað lauk þess vegna
betur en áhorfðist í fyrstu. Hið
sama mætti segja um margar
slíkar ferðir okkar fyrr og síð-
ar. Lánið hefir þar jafnan verið
með í förum. J■ L s■