Blik - 01.05.1958, Side 101
B L I K
99
ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:
40
BLABAÚTGÁFA i EYJUM
Á s.l. ári (1957) voru 40 ár
liðin, síðan blaðaútgáfa hófst í
Vestmannaeyjum. I tilefni þessa
merkisafmælis birtir Blik nú
skrá yfir flest blöð, og svo
bæklinga, sem komið hafa út
hér á þessum f jórum áratugum.
Geir Jónasson magister, bóka-
vörður við Landsbókasafnið,
hefir af góðvild sinni gefið Bliki
uppistöðuna í skrá þessa. Það
eru þau blöð, sem hafa verið
gefin út á þessum árum og til
eru í fórum Landsbókasafns-
ins.
1 mörg ár hefi ég safnað blöð-
um, sem gefin hafa verið hér út,
handa Byggðarsafni Vest-
mannaeyja. Þó hefur mér ekki
tekizt að ná þeim öllum saman.
Nokkrir bæklingar og blöð,
sem gefin hafa verið hér út á
þessum árum, virðast ekki vera
til í eigu Landsbókasafnsins,
en eru hinsvegar geymd í
Byggðarsafninu.
Á s.l. ári gerði ég nokkra
gangskör að því að safna þess-
um blöðum og bæklingum, því
að það er áhugamál mitt, að
ara
Byggðarsafnið eignist sem allra
heillegast safn þeirra og þau
megi þar verða heimildir og
fræðslulindir um eitt og annað
varðandi sögu Eyjanna, þá tím-
ar líða. Nokkuð varð mér ágengt
um að fylla út í skörðin hjá mér.
Þó vantar enn æðimikið á, að
skarðalaust sé. Sérstaklega
vantar þau blöð tilfinnanlega,
sem komu hér út, áður en ég
fluttist hingað.
Öllum þeim, sem gefið hafa
Byggðarsafninu blöð og bæk-
linga og gert þar með sitt til
að fylla út í skörðin, færi ég
alúðarþakkir. Jafnframt bið ég
alla góða menn og göfgar konur
að gefa eða selja Byggðarsafn-
inu þau blöð, sem til eru og skrá-
in ber með sér, að enn eru ekki
til í fórum safnsins.
Þeir, sem til þessa hafa gefið
Byggðarsafninu blöð og bæk-
linga og veitt mér þannig hjálp
til að gera safnið sem allra sam-
felldast, eru m. a. Páll Eyjólfs-