Blik - 01.05.1958, Page 118
116
B L I K
Frá vinstri: Edvard Friðrikssen, Matthias smiður Finnhogason á Litlhólum og Jón
bóndi Jónsson i Gvendarhúsi (Sjá Blik 1956). — Steinsteyptu stólparnir að baki þeim
voru steyptir undir bryggja Gisla J. Johnsen, Edinborgarbryggjuna. Fyrsta bryggja
Gisla J. Johnsen var trébryggja á trébúkkum, komin 1893, siðan kom þessi steinstólpa-
bryggja og siðast steinbryggjan, sem hvarf inn i Nausthamarsbryggjuna 1956.
Jón í Gvendarhúsi
Hinn 5. júní 1866 var Jóni
Jónssyni, áður vinnumanni í
Gvendarhúsi, byggð jörðin
Gvendarhús, er varð ,,feitug“
við dauða ekkjunnar Þuríðar
Erasmusd., stjúpmóður hans.
Jörðin fóðraði þá 1 kú, 1 hest
og hafði hagabeit handa 16
sauðum í Bjarnarey og 12 á
Heimalandi. Jörðin hefur fugla-
tekju á báðum þessum stöðum,
svo og í Smáeyjum og Súlna-
skeri móts við sameigendur.
Hinn nýi bóndi í Gvendarhúsi
erfði stjúpmóður sína að hálfu.
•
Eitt sinn fann Jón bóndi í
Gvendarhúsi hrafnsunga. Hann
tók litla krumma heim til sín, ól
hann og tamdi. Krumminn sat
oft á öxl bónda, er hann var á
gangi. Oft kom Jón bóndi niður
að höfn með hrafnsungann á
öxlinni eða hattkúfnum. Ekki
hirti bóndi um það, þó að drit-