Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 7
B L I K
5
mínir, að hér er storkarinn mik-
ið meiri persóna en ungmenni
það ,sem lætur storka sér og
gerist ginningarfífl hans.
Láti barnið eða unglingur-
inn hinsvegar ekki storka sér,
— láti storkunaryrðin sem vind
um eyrun þjóta, — skammast
storkarinn sín og finnur innra
með sjálfum sér smæð sína.
Hann hefur biðið ósigur. Ósjálf-
rátt virðir hann þann vilja og
það siðgæðisþrek ,sem ungling-
urinn sýndi, er hann hafnaði
því að gerast ginningarfífl hans.
Þetta þurfið þið að hugleiða og
skilja, nemendur mínir.
Sá æskumaður, sem setur sér
hátt og göfugt takmark í lífinu
og býr sig vel undir það, heitir
síðan afli hugar og handar til
að ná því, nær venjulega langt.
Þýzka stórskáldið Göethe
segir á einum stað í æviminn-
ingum sínum: ,,Það, sem menn
óska sér í æsku, fá þeir ríku-
lega uppfyllt á elliárunum."
Ef til vill finnst sumum, að
skáldið taki hér helzt til djúpt
í árinni og þar skeiki mjög.
Það mun rétt vera, að margir
æskumenn, piltar og stúlkur,
láta í Ijós óskir sínar um fram-
tíðina og segjast vilja verða
þetta eða hitt, en verða það svo
alls ekki, heldur allt annað og
minna en óskað var. Þið þekkið
sjálfsagt mjög mörg dæmi þessa.
Og þá munduð þið vilja segja,
að staðhæfing skáldsins væri
um leið fallin um sjálfa sig. Það
er þó ekki svo. — Skáldið á
hér auðvitað við æskumenn sem
fylgja óskum sínum fram af
hug og dug, halda einbeittir og
viljasterkir að settu marki.
Gildi mannsins fer eftir því,
hve mikið hann leggur á sig af
gagnlegu starfi. Sá, sem ekkert
gott aðhefst, er einskis virði
guði jafnt sem mönnum. Ég
endurtek það, að asni, sem vinn-
ur, er hátign við hliðina á lötum
manni eða athafnaleysingja.
Hamingjusamur er hver sá
æskumaður, sem á vilja og
krafta til að vinna. á vinnugleði.
Vinnan á að vera manninum
andlegur og líkamlegur aflgjafi.
Hún er meginleiðin til andlegs
þroska og fagurs mannlífs.
Ég spurðist fyrir um það
hérna einn daginn hjá nemend-
um mínum í 4. bekk, hvað þeir
vildu helzt, að ég ræddi um í
næstu hugvekju. Margir æsktu
þess, að ég ræddi um skólastarf-
ið og framkomu nemendanna í
skólanum. Þessa gagnfræða-
deildarnemendur skil ég vel.
Deildin hefur í heild verið sam-
taka um að rækja forustuhlut-
verk sitt í skólanum svo sem
bezt verður á kosið. Það hefir
verið henni áhugamál.
í heild hefi ég svo ekki undan
neinu að kvarta. Mér finnst
þetta starf allt leika í lyndi. Þó
er það ekkert leyndarmál, að
innan þessa fjölmenna ung-