Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 114
JÓN GUÐMUNDSSON, Valhöll:
Kjartan Guðmundsson
iósmyndari
Þorsteinn Víglundsson, skóla-
stjóri í Vestmannaeyjum, hefur
beðið mig að senda sér línur um
Kjartan Guðmundsson, ljós-
myndara og útgerðarmann í
Vestmannaeyjum, sem andaðist
15. nóvember 1950. Ég vil verða
við bón hans og tel það bezt að
taka að mestu upp úr minning-
um mínum, sem ég hef hripað
upp eftir því sem ég hef getu
og vit til, svo sem það hef-
ur festst mér í minni.
Hörgsholt er of arlega í Hruna-
mannahreppi, Árnejssýslu. I
Landnámabók stendur: „Björg-
ólfur og Már Naddoddssynir
námu Hrunamannahrepp, svo
vítt sem vötn deildu. Björgúlfur
bjó á Berghyl, en Már á Más-
stöðum,“ sem fræðimenn halda,
að hafi verið í Hörgsholtslandi.
Rústir og nokkrar fornminjar
hafa fundizt í Árfelli austur við
Stóru-Laxá. Ég man líka eftir,
þegar baðstofan var byggð um
1888. Þá var kjallari grafinn. Þá
fundust ýmsir smáhlutir í ösku-
lögum, og skyr, sem var hvítt
duft.
Eftir þeim gögnum, sem ég
hef aflað mér, kom Jón Eiríks-
son frá Bolholti að Hörgsholti
1803. Hann mun hafa búið þar
til 1817. Þá fór hann að Reykja-
dal í sömu sveit. Dóttir hans
var Katrín langamma mín. Hún
eignaðist níu dætur og var ein
þeirra Katrín, sem giftistBjarna
Jónssyni, afa mínum, í Tungu-
felli. Hún var fædd 1823 á Kóps-
vatni Jónsdóttir Einarssonar frá
Berghyl.
Heimilisfólkið í Hörgsholti
1883:
1. Guðmundur Jónsson, bóndi, 28
ára.
2. Katrín Bjarnadóttir, húsfrú, 31
árs.
3. Guðrún Snorradóttir, amma, 70
ára.
4. Guðný Jónsdóttir, á sveit, 82
ára.
5. Snorri Jónsson, föðurbróðir, 47
ára.