Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 151
B L I K
149
Guðjóns m. a. Hjálmfríður hét
ein dóttir ísaks og Guðrúnar og
flutti til Reykjavíkur.
Þá var sonur ísaks Jónssonar
og Valgerðar frá Litlabæ:
Hjálmar ísaksson, f. 10. okt.
1858, d. 3. okt. 1929. Hann bjó
lengi í tómthúsinu Kufung, en
síðar í Kirkjudal, sem hann
byggði við Skólaveginn. Hann
var fyrst kvæntur Andreu
Hannesdóttur, d. 8. júlí 1890, frá
Grímshjalli. Þeirra börn voru m.
a. Ingibjörg kona Friðbjörns
Þorkelssonar sjóm. Eiríkssonar,
síðast í Stafholti hér; Jón
Hjálmarsson bóndi á Gjá-
bakka (Sætúni), kvæntur Fríði
Ingimundardóttur bónda þar
Jónssonar, o. s. frv. Síðari kona
Hjálmars var Jóhanna Björns-
dóttir fædd 1865, og voru þau
barnlaus.
Ekki mun Elías Sæmundsson
hafa unað sér í Björgvin, því að
hann byggði sér nýtt hús og
nefndi að Bergsstöðum. Það er
við Urðaveg og var byggt 1902-
’03. Þá fór að Björgvin Sigurður
trésmiður Sigurðsson frá Rauf-
arfelli f. 1865 d. 8. des. 1914.
Kona hans var Hildur, d. 8. 3.
1923, Eiríksdóttir ,og áttu þau
nokkur börn m. a.: Þorbjörgu,
d. 28. des 1948, gift Sigurði
Bjarnasyni frá Reykjavík. Hún
var fædd í Dölum hér; Málfríð-
ur kona Ottóníusar Árnasonar
frá Hafnarfirði. Hún var fædd á
Norðfirði; Dagmar, gift í
Reykjavík eða Hafnarfirði,
fædd á Norðfirði; Engilbert
Ottó, fæddur á Norðfirði, d. 4.
maí 1930; Alfons, fæddur 1
Björgvin 1904, dáinn á Vífils-
stöðum 2. des. 1927. Þá er og
dóttir Hildar og Sigurðar Sig-
ríður, sem fædd er á Norðf. 23.
sept. 1898 en alin upp í KIöpp
hjá þeim hjónum Kristjáni Ingi-
mundarsyni og konu hans Sig-
urbjörgu Sigurðardóttur, sem
var föðursystir Sigríðar. Fór
hún að Klöpp skömmu eftir
komu foreldra sinna austan
frá Norðfirði árið 1902.
Enn byggði Elías Sæmunds-
son sér nýtt hús og flutti nú í
Vesturbæinn. Þar var húsið
Litlahraun við Vesturveg. Þar
bjó hann svo til dauðadags með
fjölskyldu sinni. Þegar hann
flutti að Litlahrauni, mun Jón
Hafliðason og kona hans Sig-
ríður Bjarnadóttir hafa farið
að Bergsstöðum og bjuggu þar,
þar til þau fóru alfarin til
Reykjavíkur fyrir nokkrum ár-
um. Dauða Elíasar Sæmunds-
sonar bar að með þeim hætti, að
hann fannst örendur 27. desem-
ber 1916, sunnan á Eiðinu
skammt frá sundskálastæðinu.
Var talið, að hann hefði sofnað
þarna í sandinum en sjórinn síð-
an flætt um hann og hann þá
drukknað, þar eð talið var, að
hann hefði verið ölvaður.
Árið 1922—23 flutti svo
Björg ísaksdóttir og börn henn-