Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 96
Björgunin við Eldey 1939
Við hina framanrituðu ágætu
grein eftir Þorstein Einarsson,
íþróttafulltrúa, um síðustu Eld-
eyjarför langar mig til að bæta
nokkrum sögulegum staðreynd-
um og fróðleiksmolum.
Þessir menn fóru Eldeyjar-
förina 1939.
1. GuðmundurVigfússon, skip-
stjóri og útgerðarmaður,
frá Holti,
2. Jón Vigfússon, vélstjóri og
útgerðarmaður, bróðir Guð-
mundar skipstjóra,
3. Ragnar Þorvaldsson frá
Hvammi, stýrimaður á bátn-
um,
4. Guðlaugur Halldórsson,
skipstjóri og útgerðarmað-
ur, Brekastíg 1,
5. Guðjón Jónsson, skipstjóri
og útgerðarmaður, frá Hlíð-
ardal.
6. Hjálmar Jónsson frá Döl-
um ,kunnur bjargveiðimað-
ur,
7. Kristmundur bóndi Sæ-
mundsson í Draumbæ,
8. Kristinn Aðalsteinsson,
bóndi í Norðurgarði hinum
vestari.
9. Þorgrímur Guðmundsson,
verkamaður, Vesturvegi 18,
10. Guðmundur Guðjónsson,
verkstjóri frá Oddsstöðum,
11. Gísli Fr. Johnsen, ljósmynd-
ari, Faxastíg 4,
12. Ágúst Guðjónsson, mat-
sveinn,
13. Árni J. Johnsen, fyrrv.
bóndi og kaupmaður.
Þessir menn höfðu verið ráðn-
ir til uppgöngu á eyna:
Hjálmar, Kristmundur, Guð-
mundur Guðjónsson, Kristinn,
Þorgrímur, Guðjón og Gísli Fr.,
sem fékk að vera með í förinni
til ljósmyndatöku á eigin vegum.
Þeir stigu á steðja eyjarinnar
eins og af lágu þrepi á annað.
Af steðjanum tekur við flái,
sem liggur upp að standberg-
inu. Að gömlum Eyjasið gjörðu
fjallamennirnir bæn sína við
bergið, áður en uppgangan
hófst. Hjálmar Jónsson, sem
taldist fararstjóri upp á eyna,
mælir í heyranda hljóði: „Biðj-
um nú allir almáttugan og eilíf-
an guð að vera með okkur í
Jesú nafni.“
Þá varð þögn um stund. Hver
þeirra bað fyrir sig og notaði
sína eigin bæn. Eftir drykklanga
stund mælir Hjálmar: „Förum
síðan okkar leið í ótta drottins.