Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 56
54
B L I K
hafa verið? Það leikur naumast
á tveim tungum. Séra Harboe
mun hafa hvatt prestana yfir-
leitt til þess að hefjast handa og
efna til skólahalds í landinu.
Hvatningu þessa mun svo séra
Grímur Bessason hafa flutt
séra Guðmundi, er hann fluttist
til Eyja sumarið 1745, hafi ekki
séra Ludvig Harboe sjálfur
skrifað séra Guðmundi, svarað
ekýrslu hans þar með og hvatt
hann persónulega til skólastofn-
unarinnar.
Um þessar mundir bjó á Búa-
stöðum í Eyjum bóndi sá er
Filippus hét Eyjólfsson. Hann
mun hafa verið fæddur 1718 og
því 27 ára, þegar hér er komið
sögu. Filippus varð hreppstjóri
í Vestmannaeyjum 1756. Hann
var góðum gáfum gæddur og
vel að sér eftir því sem þá tíðk-
aðist um óskólagengna menn.
Hjá honum fengu prestamir
góðar undirtektir. Hann vildi
gjarnan fórna þessari merku
þjóðþrifahugsjón bæði starfs-
orku og fé eftir getu. Bær hans
á Búastöðum mun þá hafa verið
einn hinn veglegasti í Eyjum.
Eftir því sem bezt verður séð
af mjög takmörkuðum heimild-
um, er það í fæstum orðum sagt,
að Filippus bóndi gerðist aðal-
kennari hins nýja barnaskóla og
tók börnin heim til sín til
kennslu. Hann var kallaður
skólameistari.
En hér þurfti fleiru úr að
bæta en fáfræðinni einni. Fyrst
og fremst þurfti að seðja börnin
og klæða og veita þeim nægan
hita. Síðan kenna þeim dyggðina
að lesa og svo kristindóminn
auðvitað. Allt skyldi þetta gert 1
hjáverkum, því að Filippus
bóndi þurfti auðvitað að stunda
bú sitt eftir sem áður og svo
sjó flesta tíma ársins. Þegar tök
voru á, þess á milli skyldi hann
kenna börnunum. Þetta sannast
oss seinna í bréfi Finns biskups,
er hér birtist síðar.
Vandinn mesti var að tryggja
skólanum fjárhagslega afkomu,
því að einhverja greiðslu varð
skólameistarinn að fá fyrir allt,
er hann lét skólastarfseminni í
té. Það varð að samkomulagi
málsmetandi manna í Eyjum og
umboðsmanns konungs, að um-
boðsmaðurinn skyldi leggja
skólanum árlega til 4 mörk, gegn
því, að prestarnir sjálfir legðu
til samans önnur 4 mörk og
hreppstjóramir þriðju 4 mörkin
úr fátækrasjóði. Þannig skyldi
skólinn rekinn með 12 marka
framlagi. Eitthvað getur hafa
verið treyst á gjafir eða frjáls
framlög nokkurra einstaklinga
til skólans t. d. í fiski, þegar vel
aflaðist.
Næstu þrjú árin hélt svo
Filippus Eyjólfsson bóndi skól-
ann að Búastöðum. Hann gat
sér gott orð í starfinu og lengi
minntust menn þess í Eyjum.
Þegar Filippus dó 20. okt. 1791,