Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 93
B L I K
91
og keðjur væri flughált og því
allstaðar illstætt. Niður á neðsta
stall var komið kl. 5 en þar beð-
ið þar til um sexleytið, að freist-
að var að komast á skip, þó að
eigi væri það árennilegt sökum
brims og hvassviðris. Bátsverj-
ar dældu olíu í sjóinn og lægðu
þar með mestu kvikuna. Sluppu
allir slysalaust um borð og er sá
síðasti hoppaði á skip, kváðu við
fagnaðaróp skipverja. Gleði
allra var mikil yfir því að sleppa
of an úr Eldey á skip með vosbúð-
ina eina, því að tilhugsunin var
ömurleg að hanga hlífðarlausir
og án afdreps í austan stórrign-
ingu og roki uppi á hárri hafn-
lausri klettaeyju. Þá voru hinar
yfirstignu hættur við tildrið ut-
an í drithálu, rennblautu bjargi
og sigurinn yfir brimsúg og
kviku engu minna fagnaðarefni.
Var nú leitað 1 hlýjar vistarver-
ur vélbátsins og matazt. Það,
sem skyggði á ferðina, var, að
veiðin stóð í öfugu hlutfalli við
erfiðið og hrakninginn. Þá var
það Eldeyjarförum leitt, að þeir
höfðu orðið að skilja eftir uppi
nokkuð af slegnum súluungum.
Veiði þessi var skilin eftir uppi
í þeirri von að takast mætti að
komast í Eldey næstu daga og
slá þá það sem eftir var af full-
gerðum súluungum. Var því
haldið til Grindavíkur og þar
beðið í 1% sólarhring eftir leiði
í Eldey. Meðan beðið var,
greiddu Eldeyjarfarar eyjar-
hlutinn, sem nam 400 súlum.
Einhver, sem kom um borð í
Vonina, hafði orð á þvi, að þeir
hefðu eigi náð fullorðnum súl-
um!
Þegar sýnt var, að eigi feng-
ist leiði í Eldey og súluungaafl-
inn lægi undir skemmdum, var
haldið til Vestmannaeyja og
voru veiðimennirnir leiðir og
sárir að skilja þannig við Eldey.
Orðnum hlut var eigi um þokað
og svo var um þessa Eldeyjar-
för, þar sem teflt var ávallt út
í tvísýnu, von ogheppnioftreyst.
Þar sem Vestmannaeyingar
sigldu með stefnu á Heimaey,
grunaði þá vart, að þeir væru
að ljúka síðustu veiðiförinni til
súlna í Eldey. Einhverjum á
Suðurnesjum, sem litu um borð
í Vonina og heyrðu um súlu-
drápið og þá súluunga, sem
skildir voru eftir uppi á Eldey,
fundust þetta ómannúðlegar að-
farir og sendu því stjórn Dýra-
verndunarfélags íslands sím-
skeyti og kærðu aðfarirnar. í
skeytinu var fram tekið að 3000
ungar hefðu verið drepnir, 1000
teknir en 2000 skildir eftir.
Þessar upplýsingar voru eigi
réttar. 1300 súluungar náðust
á skip, 800 til 900 voru skildir
eftir uppi en áætlað að 2500 til
3000 ungar væru lifandi. Sam-
kvæmt þessu, hefðu 4600—5200
súluungar átt að vera í eynni,
er Vestmannaeyingarnir hófu
að slá þar súlu í síðasta sinn, og