Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 150
ÁRNI ÁRNASON:
Húsið Björgvin
í Vestmannaeyjum og íbúendur þess
Björgvin var eitt af elztu
húsum kaupstaðarins. Það á að
sjálf sögðu sína sögu, þó að ekki
verði hún rakin hér að öllu leyti.
Hinsvegar þykir mér rétt að
minnast þess með nokkrum orð-
um ásamt íbúendum, — í tilefni
þess, að húsið var rifið til
grunna þann 1. okt. 1958. Verð-
ur skráð hér það, sem vitað er
um efni þetta.
Björgvin var byggt 1898—99
af Elíasi Sæmundssyni trésmiði
hér í bæ og var hann eigandi
þess. Þar hafði áður staðið hús-
kofi eða húshjallur, sem ísak,
tengdafaðir Elíasar, Jónsson,
fyrr bóndi í Norðurgarði, bjó í
ásamt fjölskyldu sinni. Elías
var fæddur 1860, sonur Sæ-
mundar Guðmundssonar vinnu-
manns á Ofanleiti hjá séra
Brynj. Jónssyni, en síðar bóndi
á Vilborgarstöðum og lézt þar
1890. Kona hans var Guðbjörg
Árnadóttir, f. 23. 9. 1835, d. 1.
11. 1928, Árnasonar frá Rima-
koti í Landeyjum. Þau hjón
voru barnlaus. Synir Sæmundar
voru hinsvegar fyrrnefndur
Elías og Kristján Sæmunds-
son, er fór til Ameríku og
kvæntur var Sigríði dóttur Jóns
Einarssonar að Garðsstöðum,
þess, er fyrirfór sér á Eiðinu
1900, og konu hans Ingibjargar
Hreinsdóttur, d. 18. nóv. 1922,
Síðast að Eiðum hér. Hreinn
faðir hennar bjó í Brandshúsi,
var Jónsson og fórst með Þil-
skipinu Helgu 1864.
Kona Elíasar í Björgvin var
Björg ísaksdóttir, fyrrnefnds
Jónssonar og voru börn þeirra:
Kristbjörg, Jóhanna, Jónína,
Margrét og Jóhann. Kona Isaks
var Guðrún Ólafsdóttir, og voru
börn þeirra auk Bjargar: Stein-
unn, d. 31. 1.1920. Hún var móð-
ir Ólafs Tómassonar, er fór til
Spánar, settist þar að sem sjó-
maður og drukknaði þar fyrir
nokkrum árum. Jón Isaks-
son hrapaði úr Yztakletti til
dauðs 1890. Hann var kvæntur
Guðbjörgu Guðmundsdóttur í
Framnesi og voru þau f oreldrar
bræðranna þar Maríusar og