Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 67
B L I K
65
með góðum árangri. Prestarnir
óska að gera þennan skóla full-
komnari og tryggja honum
framtíð.
í þriðja lagi: Ég held, að það
sé engin ástæða til að kvíða fyr-
ir því, að örðugt verði að fá
þangað stúdent til að kenna
kristinfræðin, því að það úir og
grúir í Stiftinu af latínulærðum
mönnum, sem hvergi þykjast
hafa höfði sínu að að halla og
hljóta því annað hvort að betla
eða verða að erfiða sér brauð.
Þeir verða því fegnir hverri vist-
ráðningu, sem þeim býðst, svo
að hér er hvorki þörf á að bjóða
há laun né kosta miklu til lífs-
viðurværis. Hve margur prest-
urinn hefur nú ekki meira en
12—14 ríkisdala laun til að
framfleyta sér og fjölskyldu
sinni á og verður því að erfiða
með embættisstörfunum bæði til
sjós og lands, þegar svo ber und-
ir .Þetta er enginn ógerningur
fyrir prest, því þá kristinfræði-
kennara eða stúdent? Sannar-
lega álít ég, að hann geti heyjað
fyrir kú sinni á sumardegi og
líka róið til fiskjar, þó að hann
hafi þessa kristindómskennslu á
hendi.
Ef ég man rétt um reglugerð-
ina, þá veldur eitt atriði þar
varðandi einokunarkaupmann-
inn mestum erfiðleikum, en með-
an ég hefi ekki reglugerðina í
hendinni, get ég ekkert að þessu
unnið.“
Amtmaður mun nú ekki hafa
látið það úr hömlu dragast fyrir
sér að endursenda biskupi
reglugerðina.
Þá skrifar biskup enn prest-
unum í Vestmannaeyjum 26.
apríl 1758. Hefur hann þá feng-
ið afdráttarlaust álit amtmanns
á skólastofnuninni.
Hér birtist bréf biskups til
prestanna fært til nútíðarmáls.
,,Hina mjög þegnlegu reglu-
gerð ykkar um stofnun barna-
skóla í Vestmannaeyjum sendi
ég í hitteðfyrra með áliti mínu
um hana. I fyrra sumar sendi
ég amtmanninum aftur álit mitt.
Þar eð honum fannst þetta tómt
kák, sem ekki yrði framkvæmt
eða stofnað til, sendi hann ekk-
ert álit út 1 fyrra sumar. Við
höfum svo til þessa skipzt á
bréfum um þetta. Af því að ég
hefi ætíð stutt ykkar málstað og
það verið sannfæring mín, að
þetta væri kleift, þá komst þetta
svo langt um síðir, að hann
sendi mér nú fyrir stuttu þessa
reglugerð með ábendingu um,
að ég endursemdi nokkur atriði
hennar, sem honum fundust
helzt óhæfileg. Að því gjörðu
heitir hann áliti sínu. Nú hefi ég
gjört þetta að hans áeggjan og
sendi ykkur þetta uppkast hér
með til yfirvegunar og undir-
skriftar, ef þið fallist á það. Þið
megið þama taka af og bæta