Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 162
160
B L I K
inni í opinni kró, sem auðvitað
átti að vera læst, ef hann hefði
viljað eiga tunnurnar. En nú
var hún opin, og þessvegna
fannst mér, að hann mundi alls
ekki vilja eiga tunnurnar. Já,
svo tókum við tunnurnar og
fluttum þær svona til vonar og
vara heim í pútnakofann hennar
mömmu.“
„Komust þær allar þar inn?“
spurðu strákarnir.
,,Já, já, alveg leikandi, maður,
allar, allar með því að geyma
20 tunnur undir Pöllum, þá
komust þær allar inn í pútukof-
ann hennar mömmu.“
,,En púturnar þá?“
„Já, bönnvaðar pútumar, já;
þær voru bara svona á prikun-
um og sátu uppi á tunnunum.“
„Nú, hvað svo?“ spurðu
strákarnir ákafir.
„Já, kva so; — jú, maðurinn
kærði tunnuþjófnaðinn og
Stebbi fór á stúfana, stæltur og
gylltur, allur borðalagður. Hann
kom heim og ég kom til dyra,
þegar hann barði. Hann heimt-
aði tunnurnar. „Eg hefi ekki
stolið neinumtunmun,“sagði ég.
„Hvernig tunnum? - Nú, síldar-
tunnum, hafa þær nokkum tíma
verið til í þessum bæ?“ „Hvað
er í þessum kofa þarna?“ spurði
Stebbi snöggur. „Kofanum þeim
arna,“ sagði ég, „það em pút-
urnar hennar mömmu.“ „Fá að
sjá 1 hann strax,“ sagði hann
valdsmannslegur og vondur.
„Alveg sjálfsagt," sagði ég, „en
hann er læstur og ég þarf að
sækja lykilinn inn.“ •— „Onei,
láttu það eiga sig,“ sagði Stebbi
rólegri. Mér létti. „Það er alveg
velkomið, að þú fáir að sjá allar
gömlu púturnar hennar
mömmu.“
Svo fór hann. Um kvöldið
tókum við so allar tunnurnar í
bíl, — já, það var bönnvað puð,
maður, og ókum með þær vestur
í sumarbústaðinn hans Gunn-
ars. Þar settum við þær allar
inn. So fylltum við alla glugga
kofans af heyi, sem við fengum
sona hinsegin úr hlöðu fyrir
ofan hraun.
Næsta dag fór löggan um
hraunið og leitaði að tunnunum.
Hún lét opna alla sumarbústað-
ina, en þegar hún kom að kofan-
um hans Gunnars fannst henni
ekki nokkur ástæða til að opna
hapn, sem var toppfullur af
heyi! „Fjandakornið, ekki geta
rúmast þar neinar síldartunn-
ur,“ hugsaði Stebbi.
„Seinna fluttum við svo tunn-
urnar í stabbann á Fjósakletti.
Það var bönnvað puð, maður;
og brenndum þeim á þjóðhátíð-
inni. Við hlóðum að þeim göml-
um bátum og spýtum og öðru
timbri, so Stebbi sæi þær ekki.
So spaugaði hann í hátalarann
um kvenbuxur og nælur, tann-
garða og aðra tapaða hluti, en
við brenndum tunnunum. Seinna
þakkaði Stebbi mér fyrir fallegu