Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 55
B L I K
53
Eyjabúa og batnandi hag, en
hugði á brottflutning þaðan svo
fljótt sem verða mátti. Hann
fékk veitingu fyrir Ólafsvöllum
15. júlí 1745 og flutti þá þegar
úr Eyjum, eftir því sem bezt
verður vitað.
Séra Illugi Jónsson mun því
engan þátt hafa átt í stofnun
barnaskólans þar haustið 1745.
Að sjálfsögðu var það séra
Guðmundur Högnason að
Kirkjubæ, sem beitti sér fyrir
stofnun barnaskólans. Hann
hafði þá verið prestur í Vest-
mannaeyjum á þriðja ár og gerð-
ist þar þegar áhrifamaður, sem
Eyjabúum féll vel við og mátu
mikils sökum alúðlegrar fram-
komu, mikilla gáfna og ríkrar
samúðar með fólkinu í hinum
bágn kjörum þess. Persónuleiki
prestsins veitti honum aðstöðu
til áhrifa á megandi menn í Eyj-
um. Þess þurfti líka skólahug-
sjónin vissulega við.
Síðari hluta sumars 1745
fluttist Grímur Bessason til
Vestmannaeyja. Hann hafði þá
í ágústmánuði vígzt til Ofan-
leitis.
Eins og áður greinir, hafði
honum gefizt kostur á að kynn-
ast og hlusta á séra Harboe á
prestafundum hans að Vallanesi
sumarið áður. Ólíklegt er það,
að séra Grímur hafi farið ó-
snortinn af þeim fundum eða
nokkur sæmilegur prestur, þar
sem útlendingurinn talaði af
mikilli velvild til þjóðarinnar og
af brennandi hug á velferðar-
málum hennar um fræðslu alla
og menningu.
Þegar þeir hittust svo, Eyja-
prestarnir, sumarið eða haustið
1745, báðir brennandi í andan-
um, tóku þeir að bera saman
ráð sín. Hvað var hægt að gera
fyrir vannærðu og veikluðu
sveitarbörnin í Eyjum, sem enga
aðstöðu höfðu til að læra lestur
og kristindóm? Þau voru ótrú-
lega mikill hluti af barnahópn-
um. Hörgulsjúkdómamir þjáðu
ekki síður börnin en fullorðna
fólkið. Sjálfir vildu prestarnir
gjaman mega og geta fórnað
þessum börnum fæði, klæði og
starfsorku, kenna þeim lestur
og skrift og svo auðvitað kristin
fræðin ,sem þeim bar skylda til
öðmm þræði. Sjálfir vom þeir
bláfátækir, og það var séra
Guðmundur Högnason alla sína
preststíð.
Prestamir afréðu að leita
hjálpar og aðstoðar þeirra fáu
bænda í Eyjum, er nokkurs voru
megnugir, svo og umboðsmanns
konungs. Hugsjónin skyldi í
framkvæmd. Brátt tóku þeir að
semja reglugerð fyrir hinn vænt-
anlega barnaskóla. Hún virðist
fyrir löngu töpuð.
Síðar í bréfum sínum um
skólann töldu prestarnir sig
hafa verið hvatta af valdamönn-
um til þess að stofna hann.
Hverjir munu þeir valdamenn