Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 118
116
B L I K
rún fróða. Við börnin, sem lifð-
um það að njótahennarleiðsögu,
höfðum mikið gott af því. Hún
var ævinlega að fræða okkur og
áminna að vera góð börn og
biðja góðan guð að hjálpa okk-
ur í hvers konar vanda, sem að
höndum bæri. Nú fórum við að
hennar ráðum og leggjumst á
bæn í brekkuna í Litlakambi og
biðjum góðan guð að hjálpa okk-
ar litlu höndum, svo að garður-
inn verði hornréttur, og þetta
hreif, því garðurinn varð réttur.
Svo bárum við á bakinu mold í
pokum í garðinn og tíndum
hrossatað út um hagann, sem við
blönduðum saman við moldina.
Svo fluttum við margs konar
blóm og berjalyng, og einivið
tókum við inni í afrétti með rót-
um, og skógarplöntur tókum við
í gljúfrinu við Laxá og svo rips
frá Reykjavík. Ég man vel, að
margir, sem komu í þá daga að
Hörgsholti, höfðu gaman af að
sjá okkar ófullkomna blóma-
garð, sem þótti í þá daga ný-
lunda á að sjá. Við notuðum
vel alla frítíma til að fara inn í
Litlakamb, sem var helzt á
sunnudögum, vor og haust, en
ekki máttum við fara fyrr en
búið var að lesa húslesturinn.
Mér er minnisstætt, að okkur
fannst hann stundum full lang-
ur. Mér hafa stundum komið í
hug vísuhendingar, sem faðir
minn sendi vini sínum nokkru
áður en hann dó. Þær ættu
vel við systkinin. Hann sagði
þar: ,,Við ást og friðinn saman
spunninn búi því var lukka
ljáð.“ Það mun vera svo um
alla framtíð dauðlegra manna,
ef þetta vantar, þá vantar alla
undirstöðu í lífinu til að byggja
á. Því læra börnin, að fyrir þeim
er haft. Það er því stærra mál
en almennt er athugað, að eldra
fólkið hafi ekki ljótan orðsöfn-
uð eða annað ljótt fyrir hinni
uppvaxandi æsku. Á því sviði
held ég, að við börnin höfum
verið lánssöm. Foreldrar okkar
gengu þar á undan með góðu
fordæmi. Aldrei heyrðum við
frá þeirra munni blótsyrði. I
stað þess sögðu þau: — Þetta
er anzi slæmt, og leiddu okkur
fyrir sjónir með gætilegum orð-
um, í hverju okkur hafði yfir-
sést. Það var mikið lán okkar,
hvað Árni elzti bróðir, var mik-
ið góður drengskaparmaður.
Hann var góð fyrirmynd okkar,
bæði til munns og handar.
Á þessum árum var minna um
að setjast á skólabekk en nú
orðið, en þess í stað var skóli
okkar að umgangast hina lifandi
náttúru, blómin og dýrin.
Snemma vorum við tekin í þann
skóla. Mér er minnisstætt, þeg-
ar við á vorin vorum að ganga
til ánna um sauðburðinn. Allar
ærnar voru með nöfnum — allt
að 150 talsins. — Ef við þekkt-