Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 80
78
B L I K
sem gestir beina til þeirra um
þessi mál.
Þarna hafði ég til umráða
eina stofu og svaraði mörgum
spurningum um land mitt og
þjóð. Ég hafði með mér stórt
kort af landinu og gerði mínum
,,grubbe“-gestum grein fyrir
landslagi, byggð, atvinnuvegum
og landsgæðum. Flestar spurn-
ingarnar lutu að notkun hvera-
hitans, eldgosum og sögustöð-
um.
Miðdegisverðar var neytt í
boði fræðslumálastjórnar Björg-
vinjar.
Kl. 16 hófst síðan sýning á
Heklukvikmynd, sem fræðslu-
málastjórinn hafði lánað mér.
Hana sýndi ég tvívegis vegna
geysimikillar aðsóknar. í bæði
skiptin voru ekki aðeins öll sæti
setin í sýningarsalnum, heldur
stóð þar einnig svo margt fólk,
sem frekast rúmaðist.
Ég skýrði myndina eftir
mætti, því að texta hennar
þýddi ekki að nota af gildum
ástæðum.
„Ein svært dramatisk film“
var viðkvæðið.
Hrifning eða skelfing, undr-
un eða aðdáun, — ýmsar slíkar
blikur bærðust um andlit sýn-
ingargestanna eftir skaplyndi
hvers og eins.
I tilefni þingsins gaf stjórn
kennarasambandsins út dálitla
bók (Program). Þar er m. a.
fróðleg grein um ísland, land.
sögu og fólk. Heitir hún Island
og íslendingar. Höfundur er
Besse Bönes, skólastjóri við
Söreid-barnaskóla í Fanahéraði,
kunnur Islandsvinur. — I
þingskrá þessari er þjóðsöngur-
inn okkar, „Ó, Guð vors lands,“
prentaður með nótum. Þar eru
einnig prentuð tvö erindi úr
hinu fagra kvæði Hovdens til Is-
lands: „ ,,Á, ven er lidi“ han
Gunnar kvad“.
Báðir þessir söngvar voru
sungnir á þinginu.
Það er ekki auðvelt okkur
hjónum, sem saman nutum
hinnar miklu gestrisni og vin-
semdar Norðmanna haustið
1957, að tjá það með orðum, svo
sem það allt var. Við nutum þar
í ríkum mæli þess hlýleika og
þeirrar góðvildar, sem ég hefi
ávallt fundið hjá Norðmönnum
til íslenzku þjóðarinnar. Og
hjartanlega hefi ég ávallt, sem
dvalizt hefi langdvölum í Nor-
egi, getað tekið undir það, sem
svo margur Islendingur hefur
sagt, er þar hefir dvalizt: „Það
er gott að vera íslendingur í
Noregi.“
Eftir að heim kom, sendi
stjórn kennarasambandsins
okkur hjónunum gjöf, listaverk,
sem er vaxið því að vera tákn-
rænn minjagripur um þessar ó-
gleymanlegu samveru- og sam-
starfsstundir, og það löngu eft-
ir að dagar okkar eru taldir.
r>. þ. v.