Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 65
B L I K
63
Kyndilmessu (1. nóv.—2. febr.).
Á þeim tíma geta þau ekki kom-
ið í skólann fyrr en klukkan 11.
Einnig skyldi taka það fram,
hvenær þau ættu að fara heim.
5) Þau frjálsu samskot eða
gjafir, sem gert er ráð fyrir í
21. grein, ættu að greiðast ár-
lega í sjóð hjá fulltrúa einokun-
arkaupmannsins.
Ef það skyldi þóknast yður,
háæruverðugi herra, að íhuga
þetta nánar og gjöra sjálfur
uppkast að áætlun um slíkan
barnaskóla í tilefni af tillögum
prestanna, sem ég álít gallaðar,
þá mundi koma glögglega í ljós,
hvað fyrir yður vakir. Ef valinn
yrði stúdent í skólameistara-
embættið, væri það mjög nauð-
synlegt, að hann kenndi drengj-
unum skrift og reikning.
Það er mér heiður að vera
framvegis með allri virðingu
skuldbundinn þjónn yðar, há-
æruverðugi herra.
Leirá, 20. ágúst 1757
Magnús Gislason
amtmaður.
Enn var um þetta skólamál
sem að klappa á bergið. Engu
varð um þokað til að skapa skól-
anum örugga framtíð með hæfu
kennaraliði og vissri fjárhags-
legri afkomu. Ulæri héldu áfram
að sverfa að hag Eyjaskeggja.
Vitað er það, segir M. Gísla-
s°n, amtmaður, að þrír bændur
1 Eyjum af hverjum f jórum, eru
ánauðugir skuldaþrælar einok-
unarkaupmannsins. Þeir og fólk
þeirra etur hans brauð, eins og
amtmaður kemst að orði með
lítilsvirðingu. Hvað þá um tómt-
húsmennina, sem enga landbún-
aðarframleiðslu höfðu, engar
nytjar í TJteyjum, hvorki eggja-
tekju né fugl, og engan reka eða
sáralítinn? Ofan á skuldanauð-
ina og hina sáru fátækt bættist
nú það, að ginklofinn gerðist æ
skæðari ár frá ári og deyddi ár-
lega í vaxandi mæli börnin ný-
fædd. Þrátt fyrir allt þetta hélt
bamaskólinn áfram að starfa í
Eyjum. Nathanael Gissurarson
meðhjálpari og bóndi lét hvergi
bugast. Fómarlund hans átti
sér lítil takmörk. Hún var hon-
um meðfædd og eiginleg. Vissu-
lega hefur hann trúað því, að
hann færði hér fórn til sálu-
hjálpar sjálfum sér, starf hans
væri guði í alla staði mjög vel-
þóknanlegt. Hér lyfti hin ein-
læga guðstrú undir homið með
honum, þessum hógværa, sið-
láta og seiglundaða bóndamanni
með prestablóð í æðum langt
aftan úr ættum. Og guðstrúin
hans sem fjölda annarra flutti
hér vissulega fjöll. Það var sál-
arlegt og líkamlegt þrekvirki
að halda barnaskóla ár eftir ár,
á annan tug ára, 1 hjáverkum
sínum við lítil eða engin laun,
litlar þakkir eða engar, ef til
vill aðeins kröfur og önugleika
aðstandenda bamanna en lát-