Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 158
156
B L I K
stormur var á Fór ég með
fyrra móti að hátta, hafði náð
mér í góða bók og las síðan,
eins og vant var, þar til ljós
voru slökkt. Hugðist ég fara að
sofa, en aldrei þessu vant, vildi
svefninn ekki koma; einhver
óróleiki sótti að mér og mér leið
ekki vel. Fann ég þó ekki til
neins lasleika, reyndi að liggja
kyrr og starði út í myrkrið. Allt
í einu var sem mynd birtist á
veggnum eða ég sæi gegnum
Heimaklett. Sá ég þá hrakta
sjómenn vera að klöngrast upp
í fjöru þar. Báru sumir félaga
sína á bakinu upp frá sjónum.
Ekkert skip sá ég þó. Svo hvarf
sýnin jafn skyndilega og hún
kom. Sýnin stóð aðeins örfáar
sekúndur, en þó svo skýr, sem
fast hjá væri. Ég fór að hugsa
frekar um þessa sýn og reyndi
að einbeita huganum og vita,
hvort ég gæti orðið meira vís.
En það varð árangurslaust.
Þegar ég var unglingur, voru
allmikil brögð að fjarskyggni
hjá mér. Kom það einnig fyrir,
að mér tókst að framkalla sýn-
ir, einkum væri eg þreyttur eða
svefnlítill, en örsjaldan þó.
Hafði ekkert á þessu borið um
margra ára skeið. Eg var litla
stund að jafna mig eftir þetta,
en svo kom svefninn og svaf ég
til morguns.
Eins og vant var, fór ég upp í
Skóla til að borða. Sagði ég þá
þeim Birni skólastjóra og Páli
frá þessu og varð nokkurt
tal um og ekki með öllu græsku-
laust. Stormur var nokkur um
daginn, en þó fær sjór. Um há-
degisbilið sást brezkur togari
koma inn á ytri höfn. Fór sá
mikinn og blés ákaflega. Var
sýnilegt, að hann vildi hafa tal
af mönnum í landi og eitthvað
væri að. Gísli J. Johnsen mann-
aði þá bát og hélt síðan út til
togarans. Þegar allir voru
komnir upp í togarann, hélt
hann þegar út aftur með bátinn
aftan í og voru innan skamms
horfnir út fyrir. Johnsen mun
þá hafa verið brezkur konsúll
í Vestmannaeyjum. Mjög varð
mönnum tíðrætt um þetta
og var margs til getið, meðan
beðið var fregna. Leið nú og
beið og þótti mörgum biðin
löng. I rökkurbyrjun sást aft-
ur til togarans. Kom hann inn
á ytri höfn og lagðist þar. Sást
þá úr landi, að báturinn, sem
togarinn hafði haft á eftir, var
nú dreginn fram með síðunni og
fylltist hann þegar af fólki og
hélt síðan rakleitt til lands og
var knálega róið inn úr sundinu
og síðan upp að bryggju. Var
þá kominn þangað múgur og
margmenni til að taka á móti
komumönnum og fá fréttirnar
sem fyrst. Sögðu nú bátverjar
frá á þessa leið:
Daginn áður hafði togarinn
verið að veiðum á miðum úti í