Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 136
134
B L I K
Einnig æfðum við okkur að tala
við þá ensku.
Kl. 23 eiga allir gestir á far-
fuglaheimilum að vera gengnir
til náða. Þá voru Ijósin slökkt.
Þessu var hlýtt, þó með semingi
og söknuði, en síðast með skiln-
ingi og hlýjum hugrenningum,
sem beint var heim í Gagnfræða-
skólann okkar. Ýmsir kímdu og
skotruðu augum, er Ásgeir og
hinar tvíbreiðu skólasystur urðu
að lyfta sér másandi og blásandi
59 þrep upp í svefnskála gisti-
hússins.
4. júní. Þegar við höfðum tek-
ið til í svefnskálanum, borðað og
þvegið upp, fórum við að skoða
Edinborgarkastala. Hann er
geysistór og víðáttumikill. í
rauninni eru þetta mörg hús.
Þar stendur m. a. elzta hús í
Edinborg.
Mr. Robertson sagði frá,
skýrði ýmis atriði úr sögunni og
sýndi okkur nokkur söfn í kast-
alanum. Nokkuð af því, sem
hann sagði, skildum við sjálf,
annars túlkaði fararstjóri okk-
ar.
Mörgum okkar verða þó lík-
lega verðirnir minnisstæðastir.
Þeir stóðu vörð utan við dyr og
veggi, hreyfingarlausir eins og
myndastyttur, klæddir skozkum
þjóðbúningi. Þeim stökk ekki
bros, hversu sem stúlkurnar
reyndu að freista þeirra. Þórey,
Elísabet, Kristín og allar hinar
sendu þeim blíðustu brosin sín
og beindu tindurblíðum og tál-
logandi sjónum sínum beint í
augu þeirra, eins og þær væru
hollywoodskar kynbombur. En
allt kom fyrir ekki. Þeim stökk
ekki bros. En auðsjáanlega áttu
þeir bágt með sig sumir, sem
eðlilegt var.
Síðari hluta þessa dags fórum
við í dýragarðinn. Þar sáum við
fjölda mörg dýr, — frá venju-
legum hænsnum upp til ljóna og
fíla. Einnig skoðuðum við sjáv-
ardýrasafn Carnegies, sem er í
alla staði mjög merkilegt.
Um kvöldið kepptu íslenzku
skólasveinarnir við skozku
strákana, sem héldu, að þeir
mundu auðveldlega sigra „Eski-
móana íslenzku.“ „Hér býður
þjóðarsómi," sagði rödd innra
með okkur, og við hertum hug-
ann eins og við værum að ganga
til þriðjabekkjarprófs í íslenzkri
málfræði. — Leikurinn fór
þannig, að við unnum með 8
mörkum gegn 2. Þetta vildum
við telja táknræn úrslit í land-
helgisdeilu Breta og okkar Is-
lendinga.
5. júní. Um morguninn ræstuð-
um við allt sem bezt á farfugla-
heimilinu. Síðan var lagt af stað
til Aberdeen. Nú kom í Ijós, að
skozku skólatelpurnar höfðu
tekið slíku ástfóstri við suma
íslenzku skólapiltana, — sér-
staklega þó Kidda, að skozk
meyjatár sáust tindra á hvarmi,
er bifreiðin okkar rann úr hlaði.