Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 180

Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 180
178 B L I K Kennslustundir voru sameiginleg- ar sem hér segir: í 3. bekk bóknáms og verknáms: íslenzka, landafræði, náttúrufræði, íslandssaga, bókfærsla og vélritun. Þá voru 2 og 3 deildir sameinaðar í fimleikum. Gagnfræðadeild var skipt í ensku og dönsku. Gagnfræðadeild lauk prófi um mánaðamótin janúar og febrúar. Henni var slitið með hófi í skólan- um 9. febrúar. Oddgeir Kristjánsson, hljómsveit- arstjóri, kenndi Lúðrasveit Gagn- fræðaskólans hornablástur, um 3 st. til uppjafnaðar á viku eins og fyrra ár. Skólinn eignaðist 12 hljóðfæri um haustið og voru því 19 nem. í Lúðrasveitinni, þá flestir voru þar. GAGNFRÆÐAPRÓF. Afráðið var í samráði við fræðslu ráðið í kaupstaðnum að stofna til 4. bekkjar í Gagnfræðaskólanum, með því að 20 nemendur, sem lokið höfðu miðskólaprófi, æsktu þess að stunda nám þar og ljúka gagnfræða- prófi. Tvívegis áður hafði skóhnn boðið miðskólaprófsnemendum sínum 4. bekkjarnám, en of fáir æskt þess, svo að gerlegt þætti að stofna til deildarinnar og starfrækja hana. Vegna sérstakrar aðstöðu varð- andi atvinnulíf bæjarins, gat fræðslumálastjórnin fallizt á að veita skólanum leyfi til að starf- rækja gagnfræðadeildina aðeins til janúarloka. Skyldu þá námsgrein- ar nokkru færri en ella og réðu þarfir atvinnulífsins miklu um val þeirra svo og þjóðernislegar þarfir, svo sem aukinn lestur íslenzkra bókmennta og framhaldsnám í ís- landssögu. Málfræðikennsla var engin en framhaldsnám í stafsetn- ingu. Mikil áherzla var lögð á nám í bókfærslu og vélritun í framhaldi af því námi í 3. bekkjardeildum. Þá var einnig haldið fram með kennslu í ensku, dönsku og stærðfræði. Gagnfræðapróf þreyttu 19 nem- endur, og voru þeir bæði úr bók- námsdeild og verknámsdeild mið- skólans. Einn nemandinn hlaut 1. ágætis- einkunn: Guðfinna J. Guðmunds- dóttir, aðaleinkunn 9,01. 11 nem- endur hlutu 1. einkunn (7,25—8,99), 4 hlutu 2. eink. (6—7,24), einn hlaut 3. einkunn (5—5,99) og 2 nem. stóðust ekki prófið. Prófdómendur voru hinir sömu, skipaðir af fræðslumálastjórninni, sem við landspróf. Gagnfræðadeildinni var slitið 9. febr. með nokkurri viðhöfn í skól- anum. (Sjá Blik 1958). Almenn próf hófust í skólanum miðvikudaginn 16. apríl. Þeim lauk að fullu laugardaginn 17. maí. 83 nemendur þreyttu 1. bekkjar- próf og stóðust það allir nema 3. Lágmarkseinkunn er 3,5. 57 nemendur þreyttu 2. bekkjar- próf, unglingapróf, og stóðust það allir nema einn. Lágmarkseinkunn er 4, en 5 er lágmark til þess að hljóta réttindi til 3. bekkjarnáms. Nái nemandi ekki 4 í íslenzku og reikningi við unglingapróf, verður eigi talið, að hann hafi staðizt það samkv. hinum nýju reglum mennta- málaráðuneytisins frá s.l. vori. 18 nemendur þreyttu próf í 3. bekk bóknáms og stóðust það allir. 10 nem. þreyttu próf í 3. bekk verknáms og stóðust það allir nema einn. Landsprófsdeild skipuðu 9 nem- endur að þessu sinni. Einn þeirra gat ekki lokið prófi sökum meiðsla, er hann varð fyrir. Landspróf hófst 13. maí. Því lauk 30. s. m. Prófdómendur við landspróf svo og próf í íslenzku og reikningi við unglingapróf og miðskólapróf voru hinir sömu sem undanfarin ár: Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti, Jón Eiríksson, skattstjóri og Jón Hjalta- son, lögfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244

x

Blik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.