Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 127
B L I K
125
Hann hljóp til sævar og á sund.
Nú nutum við þess, að hundur-
inn var sundhundur. Hann tók
þegar að synda á eftir yrðlingn-
um og náði honum brátt, beit í
hnakkann á honum og kom með
hann til lands. Þar tókum við
hann og hlupum með hann
heim. Hrossaleitin fór auðvitað
öll út um þúfur, en nokkru síðar
var grenið unnið að fullu.
Ineimar Pálsson
1. C.
Jón í Koti
I gamla, hrörlega húsinu við
hliðina á búð Jóhannesar kaup-
manns átti Jón gamli heima.
Kot hét kofinn hans. Köttur-
inn Branda var það einasta,
sem hann hafði lifandi hjá sér;
ef til vill nokkrar kvikar lýs að
auki.
Þegar Jón gamli reikaði um
göturnar á daginn, var hann
alltaf tötralega klæddur. Yfir-
leitt virtist gamli maðurinn ekki
óska þess, að skipta geði við
nágrannana í þorpinu. Krakk-
arnir gerðu gys að honum, þeg-
ar hann gekk um göturnar. „Sjá
ykkur, óhræsin ykkar,“ hvæsti
hann út úr sér af mikilli gremju.
Dag nokkurn gekk Jón til
Jóhannesar kaupmanns og bað
hann að gefa sér ögn af súkku-
VERÐLAUNAVEITING.
A skólaárinu 1957—1958 efndi Bindind-
isfélag íslenzkra barnakennara til ritgerð-
arkeppni meðal nemenda 3. bekkjardeilda
i mið-, héraðs- og gagnfrceðaskólum lands-
ins. Ritgerðarefnið var ÆSKAN OG Á-
FENGIÐ. Þátttaka skólanna i keppni
pessari var ekki mikil. Þó tóku 8 skólar
þátt í henni. Sjö verðlaun voru veitt. Af
peim hlutu nemendur Gagnfrœðaskólans
hér fern af verðlaununum. Hér birtum
við mynd af verðlaunahöfunum.
Frá vinstri: Valur Oddsson, 3. verðl. kr.
200,00; Hermann Einarsson, 2 verðl., kr.
300,00; Þorbjörg Jónsdóttir, 3. verðl., kr.
200,00; Sigurjón Jónsson, 2. verðl., kr. 300.
laði, „því að kisa mín á afmæli
í dag, og mig langar til að gefa
henni eitthvað fallegt í afmæl-
isgjöf,“ sagði hann.
Þennan sama dag hafði Jó-
hannes kaupmaður átt í erjum
við verzlunarfólkið sitt, og var
því ekki í ákjósanlegu skapi,
þegar Jón gamli í Kotinu kom.
Kaupmaðurinn snerist snúðugt
á hæli og hreytti út úr sér: „Þú
átt að blygðast þín fyrir það að
vera að sníkja gjafir; þú getur
greitt sem aðrir, þar sem vitað
er, að þú átt nóga peninga.“
Nokkra stund starði Jón
gamli framan í kaupmanninn og