Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 126
124
B L I K
Hún er víst vansköpuð
Þegar ég var lítil, átti ég vin-
konu, sem hét B. . . . Eitt sinn
heyrði mamma á tal okkar. Við
vorum að þrátta um það, hvaðan
litlu börnin kæmu. Mér hafði
alltaf verið sagt eins og var. En
hún B. var á öðru máli. Nokkr-
um dögum seinna segi ég við
matborðið: „Mamma, veiztuþað,
að hún B. er víst vansköpuð.“
Allir horfðu á mig undrandi og
spurðu, að hvaða leyti. Ekki
gætu þau séð annað, en að hún
væri eins og önnur börn. „Hún
er víst vansköpuð, því að hún
segir, að ljósmóðirin hafi kom-
ið með sig í tösku til hennar
mömmu sinnar.
]■
3. bekk.
Minnisstæður atburður
Það var sólríkan sumardag,
þegar ég var í sveit árið
1956, að ég ásamt öðrum dreng
átti að fara í hrossaleit. Við
röltum í hægðum okkar með-
fram fjörunni með beizlin á bak-
inu.
Þegar við höfðum gengið góða
stund, sáum við nokkra kópa
liggja á skerjunum skammt frá
landi. Við skemmtum okkur um
stimd við að kasta steinum út
til þeirra, þangað til þeir
steyptu sér allir í sjóinn. — Við
héldum áfram. Það var sunnu-
dagur, og við þurftum ekkert
að flýta okkur.
Eftir skamma stund sýndist
okkur eitthvað kvikt vera þarna
nokkuð langt fyrir framan okk-
ur. Við sáum það ekki greini-
lega. — Þegar við komum nær,
sáum við, að þetta var tófa.
Drengurinn, sem með mér var,
fékk mér beizlið sitt, en hljóp
sjálfur á eftir tófunni. Ekki
leið á löngu, þar til ég lagði
beizlin frá mér og tók til að elta
líka tófuna. Allt í einu hvarf
tófan bak við stóran stein. Þar
töpuðum við af henni.
Við höfðum hund með okkur.
Hann hljóp á eftir tófunni og
við eltum hann. Hann nam loks
staðar við dálítið op, sem var
að mestu hulið stráum. Megnan
óþef lagði upp úr holunni. Við
gátum víðkað út opið með stór-
um hníf, sem ég bar við belti
mitt. Þarna urðum við varir
við tófuna inni í holunni. Hún
hörfaði lengra inn í hana, er
við tókum að grafa. — Allt í
einu tók ég eftir nokkrum yrð-
lingum, sem voru að leika sér í
fjörunni skammt frá okkur.
Einn þeirra var að elta tjald,
sem flögraði stein af steini og
kom nú í áttina til okkar. Við
földum okkur í skyndi bak við
stein. Brátt kom yrðlingurinn
alveg að steininum. Við siguð-
um nú hundinum á yrðlinginn.