Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 49
B L I K
47
varnarlaus fyrir hvers konar
straumum og stefnum. Það fann
hún bezt sjálf.
Þetta ár (1742) var einn
prestur í Eyjum, séra Illugi
Jónsson að Ofanleiti. Séra Arn-
grímur Pétursson að Kirkjubæ
hvarf frá embætti sínu 1740, en
séra Guðmundur Högnason
fékk ekki veitingu. fyrir Kirkju-
bæ fyrr en um haustið 1742.
Við þessar válegu fréttir með
vermönnunum bað presturinn
og sóknafólkið heitt og innilega
fyrir sér og sínum í hinni fá-
tæklegu o g snauðu timbur-
kirkju, sem þá stóð í gamla
kirkjugarðinum, og var svo gis-
in og sundur gengin, að austur-
gaflinn hlífði ei ,,fyrir snjóum
í stórviðrum á vetrardag" eins
og segir í vísitasíubók séra Sig-
Urðar Jónssonar prófasts.
Þarna báðu Eyjabúar góðan
guð að bægja frá sér og þjóð-
inni í heild hinum súra og beiska
bikar hinna dönsku heittrúar-
manna. Það eitt gat Islending-
urinn gert á þeim tímum.
Þegar hér er komið sögu, hafa
þeir félagar. séra Harboe og Jón
Þorkelsson, dvalizt svo sem
hálft ár á Hólum. Þar hefur
danski presturinn hafið rann-
sókn á fræðslu- og kirkjumálum
Norðlendir.ga, skýldurækni og
siðgæði presta, uppfræðslu
harna, lestrarkunnáttu almenn-
Jugs og f járhag biskupsstólsins
m. m. Flest hafði reynzt rógur
og ósannindi. sem um séra Har-
boe, erindi hans og för hafði
verið sagt, áður en hann kom
til landsins.
Séra Harboe ávann sér brátt
traust, virðingu og hlýhug
Norðlendinga fyrir alúðlega
framkomu, réttsýni og góðvild,
þó að hann reyndist skapfast-
ur maður og einarður, þegar
svo bar undir og þess þurfti
með.
Þegar séra Guðmundur Högna-
son fluttist til Vestmannaeyja
haustið 1742 og tók við brauð-
inu að Kirkjubæ, hafði hann
frétt hið sanna um för og störf
séra Harboes. Eyjabúum hafði
létt stórlega og erindi danska
prestsins vakti óskipta athygli
hins víðsýna gáfumanns og
klerks í Eyjum, sem hafði
brennandi áhuga á umbótamál-
um þar, ef einhverju mætti þar
um þoka til góðs, en f jölmargir
stórir steinar virtust þar í götu.
Yfirleitt óx og efldist for-
vitni almennings að sjá og
heyra þennan danska prest, þar
sem tvennum sögum hafði svo
mjög um hann farið og ekkert
fárlegt reyndist fylgja honum,
heldur allt annað og betra. Eru
því líkur til, að ósannindin og
rógurinn hafi beinlínis eflt á-
hrifin af komu hans bæði á dag-
legt starf og líf prestanna og
þjóðina í heild.