Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 157
KARL H. BJARNASON, Arnarhvoli:
Fjarskyggni
Haustið 1917 keypti Gísli J.
Johnsen, kaupm. í Vestmanna-
eyjum, prentsmiðju Þorkels Þ.
Clements í Reykjavík og flutti
hana til Vestmannaeyja. Var
það fyrsta prentsmiðja, sem
þangað kom.
Þá var það, að ég var fenginn
til að fara til Eyja og setja
hana þar niður, svo að blaðaút-
gáfa gæti hafizt þar um haustið.
Fór ég þangað í október og
setti niður prentsmiðjuna og
prentaði tvö fyrstu blöðin af
,,Skeggja“, en það nafn hlaut
blaðið. Gísli J. Johnsen gekkst
fyrir því. Hafði hann ráðið Pál
Bjarnason, kennara frá Stokks-
(Aðalheimildarmaður um nöfn
skipshafnarmanna er Sigurður Jóns-
son; nr. 13).
Opna skipið Fortúna, sem um get-
ur í Sögu Vestmannaeyja eftir Sig-
fús M. Johnsen, II. b. bls. 117. er
ekki það skip, sem hér um ræðir.
Nafnið Fortúna mun tekið eftir
nafni á opnu konungsskipi hér á
16. öld.
Þ. Þ. V.
eyri, ritstjóra blaðsins. Prent-
ari var Kristján Guðjónsson.
Ég var öllum ókunnugur í
Eyjum. Útvegaði Johnsen mér
fæði hjá Birni H. Jónssyni,
skólstjóra, sem bjó í barnaskól-
anum. Páll hélt þar og til. Borð-
uðum við allir saman og var
oft glatt á hjalla.
Ég svaf vestur í bæ hjá verzl-
unarmanni Johnsens og hafði
þar lítið herbergi uppi á lofti. Þá
var siður að slökkva rafljósin
klukkan hálf tólf, nema ef
barnsfæðing stóð yfir einhvers-
staðar í bænum, þá loguðu ljós
alla nóttina.
Ég háttaði vanalega um tíu-
leytið og las í bók, þar til ljós
voru slökkt, og sofnaði þá vana-
lega skjótt, þreyttur af að
bjástra við vélina og samsetn-
ing hennar.
Þennan tíma, sem ég var í
Eyjum, var oftast vestan hroði
og því lítið hægt að sjá sig um
úti. Þá var það kvöld eitt, síðast
í október (líklega 27.), að hroða