Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 128
126
B L I K
sagði síðan í mikilli geðshrær-
ingu:
„Ég borgað, — ég fátækling-
urinn, sem ekki á eyri.“
Síðan sneri hann sér til dyra
og gekk snúðugt út. Kaupmað-
urinn horfði á eftir honum og
sagði ekki orð.
Um kvöldið sat Jóhannes
kaupmaður í hægindastól sín-
um og reykti pípu, en kona hans
sat í stól á móti honum með
sauma sína. „Mikið ertu eitt-
hvað daufur í dálkinn í kvöld,“
mælti konan. „Mér líður hálf
illa og býst ekki við að geta
sofið mikið í nótt,“ sagði kaup-
maður. „Hafðu ekki svona mikl-
ar áhyggjur af búðarfólkinu.
Þú hlýtur að geta fengið annað
starfsfólk, ef ekki semst“.
„Það er ekki það, sem veldur
mér ama,“ sagði kaupmaður;
„ég var vondur við hann Jón
gamla í Kotinu í dag, svo að
hann fór frá mér hryggur og
reiður. Mig langar til að bæta
fyrir þetta og gefa honum eitt-
hvað.“
„Hann gleðst vissulega við
það,“ sagði kaupmannskonan.
Eftir dálitla stund gekk Jó-
hannes kaupmaður út úr húsi
sínu með böggul undir hend-
inni, og var á hann skrifað: „Til
Jóns Jónssonar í Koti og
Bröndu hans.“
Þegar kaupmaður nálgaðist
húsvegginn hjá Jóni, sá hann,
að gamli maðurinn sat við borð-
ið sitt og var að tauta eitthvað
fyrir munni sér. Svo sá hann
gamla manninn steyta hnefana,
eins og hann væri að heita ein-
hverju. Kaupmaður varð for-
vitinn, gekk að glugganum og
hlustaði: „Ég skal, ég skal, og
þú Branda mín líka. Við skul-
um ganga aftur, þegar við
hrökkvum upp af, og klóra Jó-
hannes kaupmann heldur ó-
þyrmilega. Þá skulum við kvelja
hann.“
Kaupmaður varð undrandi, er
hann varð áskynja allrar þess-
arar heiftar. „Kvelja hann;
ganga aftur; það munar ekki
um það,“ hugleiddi kaupmaður.
„Er þorandi að ganga inn?
Ræðst hann ekki á mig með
hníf í hendi?“ hugsaði kaup-
maður.
Hann afréð að ganga inn til
Jóns, hvað sem það kostaði.
Hann opnaði útidyrnar. Þar tók
við dimmur gangur. Næstu dyr
voru að herberginu, þar sem
Jón gamli sat og ræddi við kisu.
Þegar Jón sá, hver opnaði dyrn-
ar, rauk hann upp af stólnum,
greip spýtu, sem þar var tiltæk,
og bjó sig til að berja kaup-
manninn. Um leið og Jón gamli
reiddi spýtuna til höggs, rak
hann hana í stóra mynd af
Napoleon mikla; sem þar hékk
á veggnum. Myndin féll niður
af naglanum. Að baki hennar
hafði Jón geymt dálítinn tré-
stokk, sem féll á gólfið. Við