Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 115
B L I K
113
6. Sigríður Eyjólfsdóttir, vinnuk.,
42 ára.
7. Þórey Eyjólfsdóttir, vinnukona,
31 árs.
8. Eiríkur Olafsson, vinnumaður,
44 ára.
9. Þorgeir Halldórsson, unglingur,
15 ára.
10. Tómas Snorrason, sonur S. J., 11
ára
11. Arni Arnason, hálfbróðir, 6 ára.
12. Bjarni Guðmundsson, bróðir, 3
ára.
13. Margrét Snorradóttir, dóttir S.
J., 3 ara.
14. Guðrún Guðmundsdóttir. systir,
2 ára
15. Jón Guðmundsson, fæddur 3. 9.
1883.
Ég er f æddur á mánudegi í 20.
viku sumars og kom með norðan
þurrk með mér í heiminn. Fólkið
var þá við hejrvinnu inni í Húsa-
fellsmýri. Þar var haldið upp á
fæðingardag minn með því að
gefa öllu fólkinu lummur úr möl-
uðu bankabyggi. Sá vani hélzt
að gefa lummur á afmælinu
mínu, þótt breyttir tímar hafi
breytt hér nokkru um, með betri
efnahag, því að vissulega hefur
margt verið erfitt á þessum ár-
mn, þar sem fellirinn mikli 1882
var nýafstaðinn og harðinda-
vorið 1882.
En faðir minn og móðir voru
bæði dugleg og samhent, hann
kannske fullmikill hug- og
ákafamaður. Heyrt hef ég þá
sögu sagða af sannorðum, öldr-
uðum manni, séra Valdimar
Briem, sem mundi vel þessa erf-
iðu tíma, að um réttirnar var
víst óvanalega fátt fé, og hafi
Kjartan Guðmundsson, Ijósinyndari.
ýmsir borið sig illa. Þá hefði
faðir minn, sem var ungur bóndi,
sagt: ,,Ekki skulum við æðrast,
heldur skulum við muna“, enda
lét hann þessa dýru reynslu
kenna sér að setja varlega ávet-
ur og hafa alltaf nægan vetrar-
forða handa mönnum og skepn-
um, enda urðu þau hjúasæl, sem
kallað var. Þá þótti mest um
vert að fá í sig og á, en ævin-
lega var haldið sparlega á öllu,
enda kunni móðir okkar list þá
að skammta, svo að sennilegt
væri, að enginn lifði við sult, og
fara vel með alla hluti og vinna
mikið, því að mikils þurfti þetta
stóra heimili, ekki einungis til
fæðis, heldur líka til klæðis og
skóa. Þá var nær allt unnið
heima. Oft man ég, hvað