Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 121
B L I K
119
ani. Hann lærði snemma að
plægja og eignaðist 4 góða hesta
til að vinna með. Hann var hjá
Einari Helgasyni, garðyrkju-
manni, eitt vor og lærði þar að
plægja og fleira. Hann tók uppá
því að fá sér myndavél og tók
myndir á bæjunum, um leið og
hann var að plægja. Stundum
var ég líka að hnýsast í þetta
undratæki. Plægingar stundaði
hann allt til 1910. Þá verður
myndatakan hans aðalstarf.
Hann settist að á Eyrarbakka
og var þar viðloðandi nokkur ár.
Svo fer hann austur í Vík í Mýr-
dal og er þar -til 1920. Þá fer
hann út í Vestmannaeyjar.
Hann stundaði myndatökuna
af miklu kappi, enda varð
plötusafnið hans mikið. Því mið-
ur glataðist eitthvað af því
elzta, sem hann átti á Eyrar-
bakka. I Vestmannaeyjum var
það orðið um 20.000 pl. Seinni
árin fer hann að slá slöku við
myndatökuna en hafði hjá sér
mörg ár Eygló Stefánsdóttur,
sem er nú gift kona í Vest-
mannaeyjum. Hún aðstoðaði
hann vel við starfið enda fór
hann þá í vaxandi mæli að gefa
sig að útgerð. Hann kaupir mót-
orbátinn Kap, sem heppnaðist
prýðilega vel. Hann var líka
heppinn með samstarfsmenn,
svo sem Guðjón Valdason og
son hans Berg Elías. Þeir hugs-
uðu um þetta allt, eins og þeir
*ttu það, enda fór vel á með
þeim. Ráðvendni og heiðarleiki
var Kjartani í blóð borið. Því
hef ég spumir af, að hann út-
vegaði oft veiðarfæri beint og
voru þau mikið betri en í
K. u. K. Hann lagði líka
áherzlu á að vanda vöm
sína sem allra bezt. Hann lærði
það í æsku, því faðir okkar
vandaði svo vel ullina, að hann
fékk alltaf premíu, sem var 5—
10 aurar á pundið, hærra verð
en almennt. Því miður féll
þessi sómamaður frá á góð-
um aldri, 15. nóvember 1950.
Hans var sárt saknað af öllum,
sem kynntust honum, bæði
skyldum og vandalausum.
Með ráðdeild og dugnaði átti
Kjartan góðar eignir, sem féllu
til okkar systkina hans. Við vor-
um 10 með Árna hálfbróður okk-
ar. Nú eru dáin: Árni, Guðrún,
Ólafía, Kjartan. 31. janúar 1951
bættust við þá burtköllun Guð-
mann og Magnús, sem fórust í
flugslysinu. Lifandi: Jón, Guð-
mundur, Bjarni og Kristín.
Vestmannaeyjabær falaði af
okkur myndasafnið. 1 stað þess
að gefa kost á því til kaups, var
það einlægur vilji allra erfingj-
anna, okkar fjögurra eftirlif-
andi og eftirlifandi barna þeirra
dánu, að gefa þetta mikla safn
bænum til minningar um þenn-
an kæra bróður, með því skil-
yrði, að við fengjum myndir,
sem við kynnum að óska eftir
L