Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 50
48
B L I K
Framfarahugur, eins og sá,
sem bærðist í brjósti séra Guð-
mundar að Kirkjubæ, fékk nú
byr undir báða vængi, þótt fá-
tæktin syrfi að honum sem öðr-
um í Eyjum. Séra Guðmundur
Högnason var gáfumaður mik-
ill og lærður vel. Latínumaður
fVar hann góður og reyndist
síðar búa yfir skáldhneigð og
rithöfundarhæfileikum. Liggur
ýmislegt markvert eftir hann á
sviði bókmennta. Hann var því
með fremri prestum sinnar tíð-
ar, enda þótt drykkjuskapur
hans væri hvimleiður löstur og
honum til fjárhagslegs hnekkis
og vansæmdar. Mikinn áhuga
og mikla fórnf ýsi sýndi og sann-
aði séra Guðmundur í starf sínu
um uppfræðslu barna og ungl-
inga í Eyjum á sinni tíð og
ruddi þar markverðar brautir,
sem hefðu getað orðið allri þjóð-
inni til fordæmis og fyrirmynd-
ar, hefði hann og Finnur biskup
Jónsson fengið nokkru ráðið, en
ekki öll völd verið í hendi ein-
valdrar, konunglegrar og eigin-
gjarnrar afturhaldsstjórnar,
sem auðvitað valdi sér nánustu
embættismenn hér heima eftir
sínum duttlungum og geðþótta.
Allt þetta steinrunna stjómar-
kerfi olli séra Guðmundi Högna-
syni miklum erfiðleikum, þegar
hann vildi stofna barnaskóla í
Eyjum og tryggja framtíð hans.
Ofan á þær hörmungar bættist
síðan fátækt fólksins, sjúkdóm-
ar og kúgun.
Loks fengu svo prestarnir í
Eyjum tilkynningu frá séra
Harboe, eins og allir aðrir prest-
ar í Rangárþingi, Kjalarness- og
Árnessþingi. Hann boðaði
stefnu í Skálholti með öllum
prestum þessara þinga í októ-
bermánuði 1744. Það sumar
hafði séra Harboe ferðazt um
Austurland og stefnt þar til sín
prestum til skrafs, rannsókna og
ráðagerða um fræðslu bama,
lestrarkunnáttu almennings og
kirkjumál, eins og hann hafði
gert í Norðlendingafjórðungi á
undanförnum ámm.
Um sumarið hafði hann hald-
ið prestastefnur að Vallanesi í
Múlaþingi og dvalizt þar 13—14
daga. Þá var djákn að Skriðu-
klaustri séra Grímur Bessason
bónda á Hrafnkelsstöðum Áma-
sonar. En séra Grímur vígðist
til Ofanleitis árið eftir eða 1745.
Á Vallanessfundunum gafst
séra Grími kostur á að sjá og
hlusta á séra Harboe .kynnast
áhugamálum hans m .a. um
aukna fræðslu barna í lestri og
kristindómi, og hvernig Danir
höguðu þá þeim málum orðið í
heimalandi sínu.
Kristján konungur IV. hafði
lagt grundvöllinn að fræðslu-
starfsemi prestanna með opnu
bréfi dags. 22. apríl 1635. Þetta
var m. a. skipunarbréf til bisk-
J