Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 91
B L I K
89
þess að missa ekki of marga
fram af. Yfir iðandi ungfugla-
mergðinni sveif fullorðni fugl-
inn eins og stórgerð logndrífa.
I austri hafði dregið upp mik-
inn sorta og var því austanátt
fyrirsjáanleg. Mátti nú engan
tíma missa og var þegar byrjað
að rota (slá) súluunga með
norðaustur og austur brún
(,,Kanti“). Var hinum slegnu
súlum þegar kastað niður í sjó.
Þeim, sem voru á báti við eyna,
gekk mjög illa að ná fuglinum
sökum straums og vaxandi suð-
austan áttar, sem jók hafbrim-
ið. Um tíu leytið var komið rok.
Vegna þess hve bátverjum gekk
illa að tína upp fuglinn úr sjó,
urðu göngumenn að draga úr
ofanköstunum með því að kasta
litlu í einu. Um hádegi tók að
rigna og samfara regninu óx
rokið. Var nú vart liggjandi
lengur undir eynni sökum roks
og brims. Bátverjar hófu því að
hrópa í kapp við vindgný og
brimorg aðvaranir til göngu-
manna, að þeir hröðuðu sér nið-
ur. Þeir sem uppi voru, heyrðu
engin orðaskil og gáfu því ein-
um niður í bergið, til þess að fá
greint, hvað bátsverjar vildu
þeim. Sigmaður bar til baka þau
skilaboð, að bátsverjar vildu fá
þá niður strax og óskuðu að
freista þess að ná þeim í vað-
úrætti á skip, þar sem þeir töldu
algjör frátök við Flána. Göngu-
menn vildu þó bíða útfalls, þar
eð þeir töldu, að þá myndi slá
á brimið. Kusu þeir að bíða uppi,
þó að segja mætti, að þar væri
berangur, því að nær ekkert af-
drep er þar að hafa. Urðu
göngumenn fljótt gegnblautir,
enda fáklæddir og algjörlega
vant hlífðarfata. Gerðist nú ævi
þeirra ill af vosbúð og urðu þeir
að hafa sig alla við að kuldinn
yfirbugaði þá ekki.
Um þrjú leytið lagði einn
göngumannanna af stað niður
til þess að taka á móti dóti
þeirra, en það ætluðu þeir að
gefa niður á neðsta stall. Varð
þessi undanfari að fara mjög
varlega, því að það, sem stíga
þurfti á eða grípa í til stuðnings,
var slepjað af dritrennslinu, og
víða varð hann að kafa niður í
myrkjuna eftir handfesti. Gekk
ofanferðin vel, þar til komið var
í mitt bjarg, þar sem „vegur-
inn“ liggur um fláa (bring) milli
stalla. Bolti sá, sem átti að vera
efst í fláanum til handstuðnings,
var brotinn. Var göngumannin-
um fyrirmunuð frekari ofanferð
og hlaut því að nema hér staðar.
Hrópaði hann til þeirra, sem
biðu við brún, og skýrði þeim
frá, hvernig komið væri. Varð
að samkomulagi, að hann biði
þeirra við fláann. Hinir skildu
eftir farangurinn, sem saman-
stóð af súlukeppum, matarkassa
og vatnsbrúsa, og héldu af stað
niður.
Hver hafði nóg með sig og