Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 68
66
B L I K
við, eftir þvi sem ykkur þóknast,
því að ég hefi ekki gjört þetta
með það í huga að setja ykkur
eða nokkrum öðrum einhver lög,
heldur hefi ég notað það úr ykk-
ar reglugerð, sem mér sýnist
rétt og gott, en bætt þar við
nokkru, sem virtist betur fara
og allir aðilar gætu sætt sig við.
En líki hvorki ykkur né öðrum,
sem hlut eiga að máli, neitt af
þessu, þá er mér hið sama.
Gjörið í því það, sem Guð og góð
samvizka ykkar býður og vill.
Þið hafið það í skauti ykkar,
hvort þið sýnið þetta fleiri
mönnum. Ef þið væruð vissir
um samþykki umboðsmannsins,
þá væri mikið í mun að fá hana
skriflega, en ef þið eruð fyrir-
fram vissir um einhverja andúð
þar, þá er ekki vert að ómaka
sig til að seilast eftir henni, held-
ur láta vera sem komið er og
reyna, hvernig fara vill.
Þegar þið hafið lagfært þetta
og samþykkt, endurskrifað og
undirritað, ef það verður þá
nokkurn tíma, þá sendið mér
það aftur í tvíriti, og því betra
er það sem fyrr er gjört.
Mér væri það hjartans á-
nægja, ef þetta næði fram að
ganga, ekki aðeins vegna þess
gagns, sem Vestmannaeyingar
kynnu að hljóta af því, heldur
allra mest vegna hins, að ég sé
hilla undir slíka barnaskóla víða
annars staðar á landinu, komist
þessi skóli á stofn hjá ykkur, og
yrðu þá gagnsmunirnir af þessu
starfi alveg yfirfljótanlegir.“
Fátt sýnir betur en niðurlag
bréfsins, hversu góður Islend-
ingur og þjóðhollur biskup
Finnur Jónsson var. Hér var
unnið að hugsjón, sem varðaði
velferð allrar þjóðarinnar. Bisk-
up skyldi manna bezt, að fá-
fræði hennar og hrakandi menn-
ing var þjóðinni sárasta fátækt-
in, sem hlyti að enda með tor-
tímingu, ef eigi yrði þar bót á
ráðin og það hið allra fyrsta.
Erlend reynsla hafði þegar
sannað það, að skólar og fátt
annað en aukin fræðslustarf-
semi megnaði þar úr að bæta.
Bókvitið yrði sett í askana,
hvað svo sem almenningsálitið
segði.
Ekki létu Eyjaprestar á sér
standa að sníða agnúana af
reglugerðaruppkastinu; ef það
mætti þá njóta náðar hjá valds-
mönrnun. Síðan var það endur-
sent biskupi.
Biskup skrifar nú enn amt-
manni 27. júlí 1758 og sendir
uppkast að reglugerðinni með
bréfi sínu. Hann getur þess, að
í „stiftkistunni" sé frumrit að
reglugerð skólans frá árinu
1745. Hafi þá fyrrverandi um-
boðsmaður konungs í Vest-
mannaeyjum, Von Eynen, heitið
4 marka framlagi árlega til
skólans, og vilji eftirmaður hans
nú standa við það loforð. Sömu