Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 71
B L I K
69
hann hefja yfirheyrslur sínar í
skólanum og enda með bæn og söng.
5) Kennslan skal fram fara síðari
hluta hvers helgidags, meðan dag-
ur er langur og ástæður leyfa, svo
að meðhjálpararnir hafi tíma til að
mæta í skólanum. Þess utan skulu
börnin mæta daglega í skólanum
kl. 9 að morgni að sumrinu og kl.
10 að vetrinum. Þau skulu dveljast
þar svo lengi fram eftir degi, sem
nauðsyn þykir til, að undanteknum
þeim dögum á vertíð, er skólameist-
arinn rær á sjó til fiskjar með öðr-
um, eða aðrar óviðráðanlegar hindr-
anir hefta starfið.
6) Með liti til þeirra tækifæra,
sem bjóðast í Eyjum, sem vel má
nota án þess að um verulega van-
rækslu í kennslustörfum sé um að
ræða, þá ber að leyfa skólameist-
ara á vertíðum og oftar að róa til
fiskjar með öðrum, en stunda skal
hann starf sitt af því meiri kost-
gæfni og iðni aðra daga og tíma.
Einu sinni á ári skal hann hafa
leyfi til að ferðast til meginlandsins,
en vera þó ekki lengur að heiman
en einn mánuð nema lögleg forföli
hindri, og skulu þá prestarnir til
skiptis starfa í hans stað á meðan,
eftir því sem þeir mega því við
koma.
7) Allt fólk í Vestmannaeyjum,
sem hefur börn á framfæri og getur
ekki sjálft kennt þeim, svo að við
hlítandi sé að áliti prófasts og prest-
anna, en ekki þess sjálfs, ber skylda
til að láta börnin ganga í þennan
skóla og hefja skólagönguna, þegar
prestarnir tilkynna það. Sé það van-
rækt, skulu aðstandendur barnanna
greiða skólameistara fyrir van-
rækslu hvers barns jafnmikið og
þótt barnið hefði notið kennslunn-
ar, og skal sýslumaður eða hrepp-
stjóri innheimta gjaldið.
8) Prestarnir tilnefna árlega fá-
taeku börnin, sem ganga skulu í
skólann, en hreppstjórarnir og
sýslumaðurinn skulu alvarlega á-
minna foreldrana og aðra ráða-
menn barnanna að láta þau stunda
skólann af iðni og vanrækja hann
í engu, heldur nota sér þessa mjög
þörfu fræðslu.
Vanræki foreldrar eða aðrir ráða-
menn barnanna að ástæðulausu að
láta þau koma daglega í skólann,
þegar þeim ber að gera það, eða láta
þau koma þangað allt of seint, skulu
þeir greiða skólameistaranum einn
fisk fyrir hvern tíma, sem þannig
er vanræktur. Sýslumaður og hrepp-
stjórarnir skulu innheimta þessar
sektir .
9) Skólameistarinn skal umgang-
ast börnin siðlega og hlýlega og þó
alltaf með tilhlýðilegri alvörugefni.
Hann skal einnig hafa vald til að
refsa þeim með vendi fyrir óvar-
kárni þeirra og vanrækslu að læra
lexíur sínar svo og aðrar misgerðir,
gjörðar af ráðnum hug.
10) Allir, sem hlut eiga að máli,
skulu gæta þess, að börnin fari ekki
í skólann eða frá honum í allt of
slæmu veðri. Verði börnin vegna
óveðurs, sjúkleika eða af öðrum
ástæðum að gista hjá skólameistara,
þá ber honum að veita þeim allan
beina. Bjargálna foreldrar greiða
sjálfir beinann fyrir börn sín, en
hreppstjórarnir greiða honum sann-
gjarna borgun úr fátækrasjóði fyrir
sveitarbörnin.
11) Skólameistara ber stundum
að spyrja börnin opinberlega í
kirkjunni og æfa sig í ræðuhöldum
í prédikunarstólnum. Hann skal á
allan hátt standa þannig í starfi
sínu, eins og hans konunglega há-
tign hafði allra náðarsamlegast fyr-
irskipað og boðið klausturdjáknun-
um og aðstoðarprestunum (elemo-
synariis) í prestaköllunum og sam-
rýmist staðháttum og krafizt verður
af embætti hans, eins og málefni
standa til.
12) Hann skal bera tilhlýðilega
virðingu fyrir prestunum og öðrum
valdamönnum í Vestmannaeyjum og
meta þá og hafa samráð við prest-
ana um allt það, sem erfiðleikum
veldur í starfinu, en fara ekki að
öllu leyti að sínum geðþótta og vilja.