Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 184
182
B L I K
er hann kominn til Vestmanna-
eyja og orðinn starfsmaður við
Austurbúðina, eign J. P. T.
Bryde. Hann starfaði þar síðan
nokkur ár, en setti síðan á fót
eigin verzlun og rak hana um
skeið af miklu kappi. Keypti
hann húseignina Þingvelli og
stofnaði til verzlunarreksturs
þar, sem hann nefndi Vísi. Um
skeið blómgaðist verzlun hans
vel, enda var hann mesta lipur-
menni. En hann varð að hætta
atvinnurekstri sínum 1917. Þá
hóf hann útgáfu fréttablaðsins
Fréttir, sem var fyrsta blað í
Vestmannaeyjum. Það var fjöl-
ritað og komu út um stutt skeið,
alls 10 (?) blöð.
Valdimar var glajðsinna og
vinsæll. Sem dæmi um það má
nefna, að á silfurbrúðkaupsdegi
þeirra hjóna kom Lúðrasveit
Vestmannaeyja undir stjórn
Brynjúlfs Sigfússonar heim að
húsi þeirra og lék brúðkaups-
sálma í tilefni af hátíð þeirra.
Valdimar og Sigríður eignuð-
ust þessi börn: Odd Stef án, sem
mun hafa dáið ungur. Ólaf Ás-
björn, heitinn eftir Ólafi verzl-
unarstjóra í Keflavík. Hann var
ágætur leikari og lék mikið í
Vestmannaeyjum. Hann dó
rúmlega þrítugur árið 1921.
Kona hans var Þórunn, dóttir
séra Páls Stephensens í Holti í
Önundarfirði. Eyjólf Bjarna,
matsmann í Eyjum, nýlega lát-
inn. Kona hans var Emelía Ott-
esen. Sigríði Guðbjörgu, konu
Kristjáns Gíslasonar á Hól. Þau
skildu. Elsu Ástu, sem dó upp-
komin. Hún var lagleg stúlka
og þótti efni í góða leikkonu.
J. G. Ó.
Við þetta greinargóða æviá-
grip, sem Jóh. Gunnar Ólafsson,
bæjarfógeti á ísafirði, hefir sent
Bliki, er fáu einu að bæta.
Eins og J. G. Ó. tekur fram,
verzlaði Valdimar Ottesen í hús-
eigninni Þingvöllum hér í bæ.
Hús þetta stóð þá norðar en nú
er. Var það fært og sett á háan
kjallara fyrir nokkrum árum.
Verzlunin var á mestum hluta
miðhæðar hússins, og gengið inn
í hana um miðja norðurhliðina.
Sjálfur bjó Valdimar kaupmað-
ur á þakhæð hússins með fjöl-
skyldu sína.
Verzlunin Vísir var matvöru-
verzlun. Einnig keypti Valdi-
mar kaupmaður fisk upp úr salti
og seldi til útlanda.
I febrúarmánuði 1917 hóf
Valdimar kaupmaður að gefa
út blað hér í bæ, eins og J.G.Ó.
getur um. Blaðið nefndi hann
Fréttir, það var ýmist skrifað
eða f jölritað, og selt á götunum
á 5 aura. „Fréttir fyrir fimm
aura, Fréttir fyrir fimm aura“,
hrópuðu sölubörnin á götum
kauptúnsins (kaupstaður 1918).