Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 45
B L I K
43
hríð, og áttu eyjaskeggjar að
ýmsu leyti við þrengri kost að
búa en aðrir þegnar konungs á
Islandi. Oft var þeim bannað af
kaupmönnum að flytja nokkuð
af vamingi sínum til megin-
landsins.....“
„Annars er það tekið fram
í kaupsetningunni, að menn geti
verið alveg sjálfráðir um það,
hvort þeir verzli í hundraðs-
kaupi eða einkaupi, en Vest-
mannaeyingum var þó aðeins
gefinn kostur á einkaupi, eins
og tíðkazt hafði þar í eyjum frá
aldaöðli.......“
„Aðalhlunnindin við hundr-
aðskaupið vom þá 1 því falin,
að viðskiptamönnum var tryggð
hin brýnasta nauðsynjavara
upp í helminginn af viðskiptum
sínum og það við miklu betra
verði en í einkaupi.“
Þannig gaf þá konungsvaldið
einokunarkaupmönnunum hér
svo að segja frjálsar hendur til
þess að þjarma að Eyjabúum
og reyta af þeim sem allra mest-
an hagnað til þess að geta greitt
konungi hina háu leigu af Eyj-
unum og haft þó góðan hagnað
sjálfir. Eyjabúar vom sem sé
neyddir til að sæta aðeins ein-
kaupi í vörukaupum, en þannig
varð varan 60-80% dýrari en
í hundraðskaupi.
Öll þessi kúgun og fádæma
undirokun bitnaði ekki hvað sízt
á fátækasta hluta bamanna og
unglinganna í Eyjum, sem fór á
mis við nægan mat, næg klæði,
nægan hita í kofunum og alla
aðra aðstöðu og aðhlynningu
til fræðslu og menningarlífs.
Árið 1722 vígðist Jón Árna-
son Loftssonar í Sælingsdal
biskup að Skálholti. Hann hafði
áður verið rektor við Hólaskóla
um 12 ára skeið.
Jón Árnason þótti góður kenn-
ari, fróður vel, strangur, kröfu-
harður við nemendur og óvæg-
inn, svo að talið er, að einungis
tvo af nemendum sínum hafi
hann ekki barið í skóla. Alla hina
kvað hann hafa lamið til starfs,
hlýðni og auðsveipni með þeirri
sannfæringu, að sá, sem agalaus
lifir, ærulaus deyr. Annars kon-
ar eftirmæla æskti Jón biskup
íslenzkum æskulýð.
Jón Ámason biskup var með
lærðustu mönnum sinnar tíðar
hér á landi í guðfræði, stærð-
fræði og söngfræði. Búhöldur
yár ; hann góður, en naumur,
sparsamur og íhaldssamur. Þó
var hann stórgjöfull, þegar sá
gállinn var á honum, og hjálp-
fús og fórnfús, þegar gáfuð og
mannvænleg ungmenni áttu í
hlut.
Jón Árnason var þjóðrækinn
biskup og siðavandur. Hann átti
í útistöðum við einokunarkaup-
menn m. a. vegna þess, að þeir
héldu óspart brennivíni og tó-
baki að landsmönnum til þess
að auðga sína eigin pyngju á