Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 84
S2
B L I K
ustu, meðan hann var formaður
samtakanna. Skólastjórinn beitir
sér nú fyrir auknum kynnum
norskra og íslenzkra kennara og
veitir nefnd forustu í þessu skyni.
Nefnd þá skipa með honum Birger
kennari Grösvik (nr. 5 á myndinni)
og Besse Bönes, skólastjóri við Sör-
eidbarnaskóla í Fana. Nefndin var
kosin á þingi Vestlandske lærar-
stemna á s.l. hausti, en drög að fé-
lagsskap í þessu skyni voru lögð
eftir „íslandsdaginn" í Björgvin
haustið 1957.
Kona Rolvs R. Skre, skólastjóra,
heitir Paulina og er kennari við
skóla hans og forustukona í marg-
víslegum menningarmálum í Fana-
héraði, m .a. bindindismálunum.
5. Eva Börnes, yfirkennari við
Damsgárd skole í Laksevág á
Hörðalandi. Frú Eva Börnes er
fædd 19. marz 1901 í Ullensvang í
Harðangri, bóndadóttir þaðan. Lauk
prófi við Kennaraskólann á Storð
á Hörðalandi 1924 og hefur heyjað
sér margskonar fræðslu og menntun
við ýmsa æðri skóla í Ameríku.
Hún var kennari í Harðangri á árun-
um 1924—1946, síðan barnakenn-
ari við Damsgarðsskólann í Laxa-
vogi. Frú Eva Börnes hefur starfað
mikið í barna- og unglingastúkum.
Hún er ekkja síðan 1946. Var gift
Torgeir Börnes, kennara.
Aftari röð frá vinstri:
1. Gustav Hantveit, námstjóri í
Aasane á Hörðalandi. Hann er fædd-
ur 21. okt. 1896 í Sogni. Kominn þar
af bændum. Hantveit lauk prófi við
Kennaraskólann í Volda á Suður-
mæri 1919 og prófi við Kennarahá-
skóla Noregs 1924. Þess utan hefur
þessi skólamaður kynnt sér ræki-
lega garðyrkjustörf í þágu skóla og
uppeldis, syo og íþróttir, söng og
teikningu. Á árunum 1919—1948 var
Gustav Hantveit kennari við ýmsa
skóla bæði í Vestur- og Austur-
Noregi, en gerðist námsstjóri í
Aasane 1948. Hann hefur verið for-
maður bæði í kennarafélögum og
fræðsluráðum og hreppsnefndarodd-
viti. Þannig hefur honum gefizt að-
staða til að beita áhrifum sínum
til gengis hugsjónamálum sínum,
sem eru fyrst og fremst uppeldis- og
fræðslumálin. Þá hefur hann verið
í fararbroddi í bindindismálum og
talið þau jafnan snaran þátt í upp-
eldisstarfinu. Gustav Hantveit,
námsstjóri, hefur kynnt sér sér-
staklega vinnuskóla í Danmörku og
Svíþjóð og notið til þess opinberra
styrkja. Giftur er hann Ingibjörgu
Kjörstad og eiga þau 4 börn.
2. Thorkjell Naterstad, kennari í
Dimmelsvík í Harðangri. Hann er
fæddur 20. jan. 1898. Kominn er
hann af bændum. Hann lauk prófi
við Kennaraskólann á Storð á
Hörðalandi 1919 og prófi við Kenn-
araháskóla Noregs 1923. Thorkjell
Naterstad hefur bæði gegnt kenn-
ara- og skólastjórastörfum og mörg-
um trúnaðarstörfum öðrum í þágu
almennings í trúmálasamtökum,
bindindismálum, lestrarfélagi í sveit
sinni og svo form. kristilegra stjórn-
málasamtaka í sveitinni, en þau
samtök eigum við engin hliðstæð á
okkar landi, íslandi. Þá er Nater-
stad einnig form. í kennarafélagi
sveitar sinnar. Hann hefur notið
opinbers styrks til þess að kynna
sér sænska vinnuskóla. Kona Nater-
stad kennara heitir Andrea Torp, og
eiga þau 4 börn.
3. Dag Öivind Hafstad, yfirkennari
við Christi Krybbe skole í Björgvin.
Hann er fæddur 24. ágúst 1905 í
Björgvin, og var faðir hans kaup-
maður þar. Hafstad lauk stúdents-
prófi 1924 og prófi frá Kennara-
skólanum á Storð á Hörðalandi 1926.
Þá lauk hann prófi við íþróttaskóla
norska ríkisins 1927. Síðan árið 1931
hefur Hafstad verið kennari í Björg-
vin. Hann hefur notið ýmisskonar
styrkja til þess að kynna sér skóla-
og uppeldismál í Danmörku, Þýzka-
landi og Englandi. Kona Hafstads
yfirkennara heitir Kristi Helleland.