Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 103
EYJÓLFUR G ÍSLASON frá Búastöðum:
Fjdrsöfn og réttir d Heimaey um og
eftir síðustu aldamót
Venjulega var réttað hér í
,,Almenningnum“ (almennings-
rétt) á Eiðinu sex sinnum á ári,
þrisvar að vorinu og fyrri hluta
sumars og þrisvar að haustinu.
Voru þetta kölluð „lögsöfn11.
Síðasta réttin á haustin hét
„Skilarétt“. Þá var talið 1 haga,
sem kallað var.
Hreppstjórarnir báðir og síð-
ar, þ. e. 1918, Fjallskilanefnd,
sem skipuð var 3mönnum,komu
að hverjum dilk og skrifuðu upp
fénað manna jafnóðum og féð
var látið út. Hver jörð, en þær
voru 48 alls máttu hafa einn
hest og 12 sauði (kindur) í sín-
um högum hér á Heimaey. Ef
ekki var eitt hross í högum,
mátti hafa þess í stað 12 sauði.
I skilaréttinni voru allir ó-
merkingar og annað óskilafé
selt þar á uppboði. Voru þá
hreppstjórarnir uppboðshaldar-
ar.
Hreppstjórarnir og síðar
Fjallskilanefnd kölluðu alltaf í
safn.* Var kallað í það um fóta-
ferðartíma, þ.e. um kl. 7 til 8.
Valdir voru góðviðrisdagar með
brimléttum sjó, ef hægt var og
ekki komið í ótíma, þareð fé
var oft sett í Úteyjar úr réttum.
Ætla ég nú að segja frá,
hvernig hagað var til með fjár-
söfnin, þar eð það fyrnist nú
óðum yfir það eins og margt
annað, sem heyrir fortíðinni til,
en þannig mun fjársöfnuninni
hafa verið hagað um aldaraðir
hér í Eyjum.
Aldrei var látinn nema einn
maður frá jörð í safn. Ég byrja
á Kirkjubæjajörðum, sem voru
8 alls að „Túni“ meðtöldu. Tvær
þeirra söfnuðu Heiðina norðan
og austan Kirkjubæjatúngarða
og suður að Urðum. Áttu þessir
* Hér var alltaf kallað að safna fé
og fara í safn, en ekki smala fé
eða ganga, fara í göngur o. e.
frv. eins og í flestum eða öllum
öðrum sýslum landsins. Læt ég
þessvegna það orðalag haldast
hér.