Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 119
B L I K
117
um ekki allar ærnar, sem við
fundum bomar, þá urðum við
að lýsa þeim eins nákvæmlega
og við frekast gátum. Þess
vegna var nauðsynlegt að taka
vel eftir þeim, og svo hvar þær
voru, því að oft báru þær í líkum
stöðum ár hvert. Ævinlega urð-
um við að gæta vel að því, hvern-
ig lambi og ánni liði, er það
kom á spena.
Ef okkur fannst ærin gera
betur en að fæða lambið, þá
mjólkuðum við hana, tókum af
okkur annan skóinn og mjólk-
uðum í hann. Þá var rakkinn
stundum full nærgöngull við
ána, því að hann fékk að lepja
mjólkina úr skónum. Hann lét
sín vinahót í ljós með því að
dingla rófunni vinalega til okk-
ar og þefaði af ánni. Ekki vorum
við gömul, þegar við fórum að
sitja hjá ánum eftir fráfæruna.
Sumir vorkenndu okkur það.
Það taldi ég ástæðulaust. Það
voru okkar skemmtilegustu
stundir. Þá höfðum við oft tíma
til að þjóna okkar áhugamálum,
athuga ýmislegt, sem fyrir aug-
un bar í náttúrunnar ríki, bæði
blómin og svo dýrin. Oft athug-
uðum við kóngulóna og hennar
vefi og létum oft mýflugur í
vefinn. Tjaldið, sem hún geymdi
unga sína í, var oft vandlega
athugað. Og svo silungar í
lækjunum. Stundum veiddum
við þá á færi og notuðum títu-
prjón, sem við beygðum í öngul.
Silungana fluttum við stundum
lifandi í fötu í tjarnir, hugsuð-
um okkur að geta gert þær að
veiðivötnum. Heim fluttum við
silunga. Þeir voru fljótir að út-
rýma brunnklukkunni, sem var
í brunninum. Svo gáfum við
líka ánamaðka o. fl. Þeir höfðu
holur í brunninum til að vera
í, en þegar við komum að brunn-
inum, þá tóku þeir eftir skugg-
anum af okkur og komu upp í
vatnsborðið með opinn munninn
til að taka á móti því, sem við
færðum þeim.
Lakast var í yfirsetunni, þeg-
ar þykkt loft var, að geta ekki
vitað, hvað tímanum leið. En
þegar sól sá, þá vorum við alveg
viss. Höfðum ýmis kennileiti,
skugga, stóra steina og fleira,
sem við fórum eftir. Kvölds og
morgna töldum við ærnar þann-
ig, ef við vorum tveir. Þá taldi
annar tuttugu, en hinn að tutt-
ugu. Alltaf var vani að gefa okk-
ur, sem sátum yfir, eina ærnyt
á morgnana, áður en við lögð-
um á stað. Drukkum hana úr
tréfötu við kvíarnar. Það er holl-
asti drykkur minn á ævinni. Oft
töluðum við við ærnar og struk-
um þeim. Komu þær oft tilokkar
að grindunum, til þess að við
gætum strokið þeim. Alla smá-
lagða tíndum við úti um hagana.
Þegar við vorum fleiri saman,
var það sjálfsögð regla, að