Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 60
58
B L I K
vorvertíð. Skemmdist þá bæði
hey og fiskur. Um haustið í
október tók þá líka Katla að
gjósa, og héldust þau gos í 10
mán. (Sjá annála og svo Árferði
á ísl. í þúsund ár eftir Þ. Th.).
Um þessi ár segir Jón biskup
Helgason í Kristnisögu sinni:
..... árin 1750—1757 var
mesta hallæri um land allt og
bjargræðisskortur. Féllu menn
þá þúsundum saman úr vesöld
og hungri, eftir að sjálfur lífs-
bjargarstofninn, hinn lifandi
peningur, var fallinn.“
Nú voru góð ráð dýr til bjarg-
ar barnaskólanum 1 Vestmanna-
eyjum. Prestamir endursömdu
nú ýtarlega reglugerð fyrir skól-
ann, þar sem byggt var á þeirri
reynsiu um rekstur hans og f jár-
öflun, er þegar var fengin. Sú
var nú ætlunin að fá til liðs við
sig opinber öfl til að reka skól-
ann, fá fé til hans úr hirzlu kon-
ungs, og skapa skólanum þannig
með konunglegum lagaboðum
eða tilskipunum örugga framtíð.
Prestarnir gripu þess vegna
til þess ráðs að skrifa Finni
biskupi Jónssyni í Skálholti, sem
þeir vissu bæði þjóðrækinn og
duglegan, áhugasaman og fylg-
inn sér, og óska aðstoðar hans
gagnvart konungsvaldinu.
Snemma vors 1756, þegar haf-
ís lá við Vestmannaeyjar og
vetrarvertíðin hafði enn brugð-
izt að mestu leyti, skrifuðu
prestarnir biskupi. Þeir sendu
honum nú uppkast að stofnskrá
eða reglugerð fyrir skólann og
sögðu honum í fáum orðum frá
starfsemi skólans þau 11 ár, sem
liðin voru frá stofnun hans.
Nú er sem Finnur biskup
kippist við. Þarna sér hann
bjarma fyrir nýjum degi í ís-
lenzku þjóðlífi. Bamaskólar í
hverri sýslu, já, jafnvel hverj-
um hreppi. Það hafði verið hug-
sjón Jóns biskups Árnasonar, og
þeirri hugsjón óskaði nú Finnur
biskup að fórna tíma og orku.
Nú hef jast miklar bréfaskrift-
ir um málið, og berst Finnur
biskup eins og berserkur fyrir
skólahugsjóninni. Hann svarar
fljótlega Vestmannaeyjaprest-
um með bréfi dagsettu 26. maí
1756. Efnislega óska ég að birta
það hér og þó nokkuð fært til
nútíðarmáls.
„Yðar heiðraða bréf dags. 27.
apríl hefi ég lesið með mikilli
ánægju, svo og guðrækilegt upp-
kast að reglugerð fyrir bama-
skóla í Vestmannaeyjum. Satt
að segja hefi ég ekkert að þessu
að finna eða út á það að setja,
heldur finnst mér það allt gott
og lofsamlegt. Það er þess vert,
að það verði allra mildilegast
sent hans konunglegu hátign til
staðfestingar, og skal ég gera
allt, sem ég get til þess, að skól-
inn verði styrktur fjárhagslega.
En ég held, að málið verði að
undirbúast á þennan hátt: