Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 47
B L I K
45
ekki nema rúmlega 170 manns
um 1800. Þar olli mestu um ör-
birgðin og ginklofinn.
Þegar Jón Árnason hafði
setið á biskupsstóli í Skálholti
í 6 ár, gerðist maður nokkur
hámenntaður rektor í Skálholti.
Það var árið 1728. Sá hét Jón
Þorkelsson í Innri-Njarðvík
Jónssonar. Langafi Jóns rektors
í móðurætt var Árni Oddsson
lögmaður.
Ýmis skapeinkenni Jóns rekt-
ors minna á Árna lögmann, svo
sem þrautseigjan og þráinn,
fórnarlundin og þjóðræknin.
Þar mættust stálin stinn, þar
sem þeir voru nafnarnir Jón
biskup og Jón rektor. Báðir
voru þeir harðlyndir, stórgeðja
og strangir. Jón rektor var
framisækinn umbóta- og hug-
sjónamaður, sem vildi m. a.
bæta alla aðbúð skólasveina
sinna í Skálholti, mataræði
þeirra og starfsskilyrði. Hann
fann einnig sárt til með þjóð
sinni í eymd hennar, fátækt og
niðurlægingu. Þó var sárasta fá-
tækt hennar. fáfræðin, honum
mesti þyrnir í augum. Hann sá
og skildi, að sú f átæktin f ór vax-
andi með þjóðinni ár frá ári
með því að æ fleiri Islendingar
lærðu hvorki að lesa né skrifa.
Með því að konungsvaldið
vildi engu fórna til umbóta og
framfara í menningarmálum
þjóðarinnar, og þjóðin var
einskis megnug sjálf, sýndist
Jóni biskupi sem allar umbætur
í þeim efnum mundu kosta sjálf-
an biskupsstólinn of mikið fé.
Þetta olli sögulegum ágreiningi
milli tveggja stórbrotinna
manna. Sá ágreiningur leiddi til
þess öðrum þræði, að Vest-
mannaeyingar urðu fyrstir Is-
lendinga til að stofna og starf-
rækja bamaskóla í landinu. Það
var árið 1745.
Vegna ágreinings við biskup
um endurbætur á fræðslumál-
unum og aðbúð og mataræði
Skálholtssveina ,sagði Jón rekt-
or af sér starfi árið 1737 og
sigldi til Kaupmannahafnar.
Hafði hann þá verið rektor í
Skálholti í 9 ár.
I Danmörku hafði Jón rektor
áður dvalizt langdvölum við
nám og fræðaiðkanir. Hann
hafði notið þar m. a. einka-
kennslu Árna prófessors Magn-
ússonar handritasafnara, sem
vakti áhuga Jóns Þorkelssonar
á velferðarmálum þjóðarinnar
og þá sérstaklega fræðslumál-
unum, og glæddi ættjarðarást
hans.
I Kaupmannahöfn kom nú
Jón Þorkelsson sér 1 kynni við
helztu menn í kirkjuráðinu
danska. Heittrúarstefnan hafði
þá farið eins og hitabylgja yfir
dönsku þjóðina með konunginn
Kristján VI. í fararbroddi.
Ýmislegt gott hafði hún haft í
för með sér. M. a. vildu heittrú-