Blik - 01.04.1959, Blaðsíða 73
B L I K
71
Reglugerðin fékkst aldrei stað-
fest.
Enda þótt biskup beygði sig
þannig í duftið og skriði undir
skegg sjálfum konunginum í
von um, að skólahugsjónin hlyti
velvild hans og staðfestu, þá
hlaut hún enga náð fyrir hinum
„heilögu augum hans konung-
legu hátignar“.
Þrátt fyrir það héldu Eyja-
búar áfram rekstri barnaskól-
ans. Flest árin munu nemendur
hafa verið innan við tíu talsins,
enda fór fólki stöðugt fækkandi
í Vestmannaeyjum alla 18. öld-
ina eins og fyrr er greint.
Veturinn 1757—1758 var
hringjarinn við Landakirkju,
Bjami Magnússon bóndi í Norð-
urgarði, aðalkennari skólans,
skólameistari. Sumarið 1758 í
júlímánuði visiteraði prófastur
Eyjarnar. Þá lætur hann í ljós
ánægju sína yfir skólastarfi
Bjarna bónda og bókar þetta
m. a.:
„Æmprýddur klukkarinn,
Bjami Magnússon fær góðan
vitnisburð hjá sóknarherrunum,
að hann uppfræði sveitarbörnin
sem mögulegt er eftir hans
standi, og ber hans starf góðan
ávöxt í því, að þau læri á bók
og utan bókar.“
Bjarni Magnússon var annar
aðalkennari skólans eða skóla-
meistari. Bæði á undan honum
og eftir hafði Nathanael Gissur-
arson bóndi hönd í bagga um
rekstur skólans og var skóla-
meistari að minnsta kosti árin
1758—1766. Hann var þriðji að-
alkennarinn.
Veturinn 1760—1761 gengu 5
sveitarbörn í skólann, en þess
utan komu bjargálna foreldrar
börnum sínum í skólann til
náms í lestri og góðum sið-
um, því að Nathanael Gissurar-
son gerði sér mjög far um að
siða börnin og kenna þeim hátt-
prýði. Sjálfur var hann fyrir-
mynd annarra manna um grand-
vara framkomu til orðs og æðis,
guðhræðslu og heiðarleik. Próf-
asturinn er ávalt hinn ánægðasti
í alla staði með skólastarf hans
og nemendur hans vora til fyrir-
myndar.
Árið 1766 vísiteraði prófastur
Vestmannaeyjar í júlímánuði
um sumarið. Eins og jafnan áð-
ur spurðist hann fyrir um rekst-
ur barnaskólans í Eyjum, „hvar
til var svarað, að hann sé í sama
valeur (þ. e. gildi) og hingað til
hefur verið, og sá frómi, háaldr-
aði heiðursmann Nathanael
Gissurarson sé ennþá við það
verk með guðhræðslu og kost-
gæfni.“
Þegar hér er komið sögu, er
Nathanael Gissurarson orðinn
66 ára gamall, og brestur nú
heimildir um rekstur skólans
næstu árin, ef hann þá hefir rek-
inn verið.
Hvergi virðist finnanleg vísi-
tasíubók Rangárþingaprófasts-