Blik - 01.04.1959, Síða 180
178
B L I K
Kennslustundir voru sameiginleg-
ar sem hér segir:
í 3. bekk bóknáms og verknáms:
íslenzka, landafræði, náttúrufræði,
íslandssaga, bókfærsla og vélritun.
Þá voru 2 og 3 deildir sameinaðar
í fimleikum.
Gagnfræðadeild var skipt í ensku
og dönsku.
Gagnfræðadeild lauk prófi um
mánaðamótin janúar og febrúar.
Henni var slitið með hófi í skólan-
um 9. febrúar.
Oddgeir Kristjánsson, hljómsveit-
arstjóri, kenndi Lúðrasveit Gagn-
fræðaskólans hornablástur, um 3 st.
til uppjafnaðar á viku eins og fyrra
ár. Skólinn eignaðist 12 hljóðfæri
um haustið og voru því 19 nem. í
Lúðrasveitinni, þá flestir voru þar.
GAGNFRÆÐAPRÓF.
Afráðið var í samráði við fræðslu
ráðið í kaupstaðnum að stofna til
4. bekkjar í Gagnfræðaskólanum,
með því að 20 nemendur, sem lokið
höfðu miðskólaprófi, æsktu þess að
stunda nám þar og ljúka gagnfræða-
prófi.
Tvívegis áður hafði skóhnn boðið
miðskólaprófsnemendum sínum 4.
bekkjarnám, en of fáir æskt þess,
svo að gerlegt þætti að stofna til
deildarinnar og starfrækja hana.
Vegna sérstakrar aðstöðu varð-
andi atvinnulíf bæjarins, gat
fræðslumálastjórnin fallizt á að
veita skólanum leyfi til að starf-
rækja gagnfræðadeildina aðeins til
janúarloka. Skyldu þá námsgrein-
ar nokkru færri en ella og réðu
þarfir atvinnulífsins miklu um val
þeirra svo og þjóðernislegar þarfir,
svo sem aukinn lestur íslenzkra
bókmennta og framhaldsnám í ís-
landssögu. Málfræðikennsla var
engin en framhaldsnám í stafsetn-
ingu. Mikil áherzla var lögð á nám
í bókfærslu og vélritun í framhaldi
af því námi í 3. bekkjardeildum. Þá
var einnig haldið fram með kennslu
í ensku, dönsku og stærðfræði.
Gagnfræðapróf þreyttu 19 nem-
endur, og voru þeir bæði úr bók-
námsdeild og verknámsdeild mið-
skólans.
Einn nemandinn hlaut 1. ágætis-
einkunn: Guðfinna J. Guðmunds-
dóttir, aðaleinkunn 9,01. 11 nem-
endur hlutu 1. einkunn (7,25—8,99),
4 hlutu 2. eink. (6—7,24), einn hlaut
3. einkunn (5—5,99) og 2 nem.
stóðust ekki prófið.
Prófdómendur voru hinir sömu,
skipaðir af fræðslumálastjórninni,
sem við landspróf.
Gagnfræðadeildinni var slitið 9.
febr. með nokkurri viðhöfn í skól-
anum. (Sjá Blik 1958).
Almenn próf hófust í skólanum
miðvikudaginn 16. apríl. Þeim lauk
að fullu laugardaginn 17. maí.
83 nemendur þreyttu 1. bekkjar-
próf og stóðust það allir nema 3.
Lágmarkseinkunn er 3,5.
57 nemendur þreyttu 2. bekkjar-
próf, unglingapróf, og stóðust það
allir nema einn. Lágmarkseinkunn
er 4, en 5 er lágmark til þess að
hljóta réttindi til 3. bekkjarnáms.
Nái nemandi ekki 4 í íslenzku og
reikningi við unglingapróf, verður
eigi talið, að hann hafi staðizt það
samkv. hinum nýju reglum mennta-
málaráðuneytisins frá s.l. vori.
18 nemendur þreyttu próf í 3.
bekk bóknáms og stóðust það allir.
10 nem. þreyttu próf í 3. bekk
verknáms og stóðust það allir nema
einn.
Landsprófsdeild skipuðu 9 nem-
endur að þessu sinni. Einn þeirra
gat ekki lokið prófi sökum meiðsla,
er hann varð fyrir.
Landspróf hófst 13. maí. Því lauk
30. s. m.
Prófdómendur við landspróf svo
og próf í íslenzku og reikningi við
unglingapróf og miðskólapróf voru
hinir sömu sem undanfarin ár:
Torfi Jóhannsson, bæjarfógeti, Jón
Eiríksson, skattstjóri og Jón Hjalta-
son, lögfræðingur.