Þjóðmál - 01.12.2016, Page 15

Þjóðmál - 01.12.2016, Page 15
STJÓRNMÁL „Við höfum því gengið til góðs í þau 10 ár sem Samfylkingin hefur starfað. Við getum stolt horft um öxl og sagt með sanni að draumur okkar hafi ræst. Við getum með sama hætti horft bjartsýn til framtíðarinnar, fullviss um að gildi jafnaðar- mennskunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag hafi sjaldan átt meira erindi við Island, en núna. Nú er það í okkar höndum að sýna og sanna að þau séu annað og meira en orðin tóm - þau séu grunnur að betra samfélagi fyrir Island og íslendinga." Jóhanna Sigurðardóttir á 10. ára afmæli Samfylkingarinnar Blæðandi sár stjórnmálaflokks Bjartsýni ríkti í herbúðum jafnaðarmanna í aðdraganda kosninga 1999. Langþráður draumur um sameinaðan flokk vinstri manna undir merkjum Samfylkingar var innan seil- ingar. Markmiðið var ekki aðeins að sameina vinstri menn eftir áratuga sundrungu, heldur ekki síður að velta Sjálfstæðisflokknum úr sessi sem stærsti flokkur landsins. Skoðanakannanirstyrktu vinstri menn í trúnni og ýttu undir væntingar um að nýr „turn" væri að verða til í íslenskum stjórn- málum. f mars 1999 - tveimur mánuðum fyrir kosningar, sýndi könnun Gallup að fylgi Samfylkingarinnar væri 36%. Tvennt skyggði á gleðina; sterk staða Sjálfstæðisflokksins og framboð hluta Alþýðubandalagsins, sem ekki vildi ganga til liðs við Samfylkinguna. Þannig var Ijóst að sameinaðir yrðu vinstri menn ekki. Vinstri hreyfingin græntframboð [VG] var til undir forystu Steingríms J. Sigfús- sonar, en Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, varð talsmaður Sam- fylkingarinnar í kosningunum. Formlegur stofnfundur var ekki haldinn fyrr en ári síðar - 5. maí 2000. í kosningunum 1995 voru vinstri menn undir merkjum fjögurra flokka sem fengu alls 37,8% atkvæða og 23 þingmenn: Alþýðuflokkur 11,4% 7 þingmenn Alþýðubandalag 14,3% 9þingmenn Samtök um kvennalista 4,9% 3 þingmenn Þjóðvaki 7,2% 4 þingmenn ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 13

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.