Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 35

Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 35
framboð og þar með öryggi er of lítið hækkar verðið og skapar hvata til f]árfestinga. Með því að árlegur vöxtur markaðarins er mun meiri en nemur hagkvæmri stærð virkjana og byggingakostnaður þeirra er stöðugur. Þá verður framboð stöðug og verðlag sveiflast einungis með verði hráorkunnar. Ástæður þess að hin evrópska hönnun hæfir ekki hér eru: • Verðmæti hráorkunnar er 0 (engin aðkeypt orka), þá virkar stundamarkaður ekki. • Hagkvæmar virkjanir eru mun stærri en árlegur vöxtur eftirspurnar. Hér er það langtímamarkmiðið um hag- kvæmni fjárfestinga og stöðugt öryggi sem vegur þyngst. Væri markaður frjáls mundi kostnaður orku frá næstu virkjun ráða orku- verði. Almennt mundi orkuverð síðan hækka með hverri nýrri virkjun sem byggð er. Eigi að síður mundi stundamarkaður virka hér ef við værum tengd við breska markaðinn. Verðið ákvarðast hinsvegar erlendis og orkuverð sveiflast þá í takt við verð hráorkunnar sem við notum ekki. Hvorki aðstæður hér né alþjóðlegur markaður fyrir stóriðjusamninga ræður þá neinu. Of hátt markaðsverð hvetur til stjórn- lausra fjárfestinga og fleiri sæstrengja og sá iðnaður sem ekki fær risið undir því leggst niður. Of lágt markaðsverð lokar fyrir frekari fjárfestingar og útflutningur minnkar smátt og smátt. Áhætta - Hefdbundin áhætta fjárfesta Greiningu á efnahagslegum áhættum er að finna í skýrslu Kviku/Pöyry, „Raforkusæstren- gur milli íslcmds og Bretlands, kostnaðar- og ábatagreining", sem ríkisstjórnin lét gera og finna má á netinu. Hún er einnig mjög gott innlegg í umræðuna, bæði um sæstreng og orkustefnu almennt. Skýrslan fjallar fyrst og fremst um áhrifsþætti, áhætturog stærðar- gráður. Skýrslan dregur ekki fram niðurstöður um það, hvort þjóðfélagið eða iðnaðurinn hér þoli þær hækkanir raforkuverðs sem þar eru reiknaðar, en setur fram mögulegar mildandi ráðstafanir. Hún setur sæstrenginn upp sem viðbót við vaxandi stóriðju og fjallar þannig um sæstrenginn sem hluta af því verki, að koma allri orkuauðlind íslands í verð hið fyrsta. Skýrslan bendir þannig með óbeinum hætti á, að hér þurfi að marka orkustefnu. Hækkun raforkuverðs Raforkuverð er talið hafa áhrif á hagvöxt og afleiðingar hækkana hér eru ekki fyrirséðar. Þolmörk gagnvart verðhækkunum raforku liggja ekki fyrir, en reikna má með ruðnings- áhrifum og hægari uppbyggingu almenns iðnaðar auk áhrifa á nýsköpun. Viðbúið er að atvinnugreinar eins og ræktun með lýsingu í gróðurhúsum muni draga saman seglin og svo kann að eiga við um fleiri framleiðslugreinar. Heimilin í landinu eru svo háð raforku að þau borga hvað sem er fyrir hana, en hækkun kann að raska búsetuskilyrðum. Lágur orkureikningur heima fyrir eitt af því sem dregur brottflutta íslendinga aftur á klakann. Sæstrengur eykur áhættu stóriðju þegar kemur að endurnýjun samninga, þannig að greiðsluvilji minnkar og þörf fyrir undanþágurfrá opinberum gjöldum eða aðra lækkun staðbundins kostnaðar vex. Markaðsverð erlendis Þeir áhættuþættir sem hér eru taldir tengjast samkeppnishæfni raforku frá íslandi og geta valdið verulegum breytingum á arðsemi fjárfestinga. Ef útflutningsverð um strenginn lækkar niður fyrir orkuverð hér, þá getur það táknað svipleg endalok sæstrengsins og við sitjum uppi með sárt ennið, sem og eigandi strengsins. Pólitísk áhætta Hagvöxtur í Evrópu hefur heldur lækkað frá því sem áður var og sjái ríkisstjórnir þar fram á áframhald þessa geta þær farið að grípa til ráðstafana til að lækka raforkuverð. Lágt verð til neytenda er enda yfirlýst markmið þeirra allra. Reynslan sýnir, að opinber afskipti af raforkumarkaðnum er frekar regla en undan- tekning í þessum löndum. ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.