Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 55

Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 55
Fá fyrirtæki höfðu fjárhagslegt bolmagn til að taka þátt í uppboðunum enda um ræða fjármagnsfrekar og tæknivæddar veiðar. Rétt er að hafa í huga að um var að ræða uppboð í þremur tegundum deilistofna sem ósamið er um og gerir fjöldi þjóða tilkall til þeirra. Botnfiskur í Barentshafi er einnig á alþjóðlegu hafsvæði. Fiskistofnar sem ein- skorðast við heimamið í Færeyjum voru ekki á uppboði. Eistland og Rússland hafa einnig gert tilraunir með uppboð. Þær þjóðir hurfu frá þeirri leið. Við veiðar á heimamiðum í Færeyjum er verulega mikil þörf á að nútímavæða og endurnýja skipaflotann. Fyrir liggur að ekkert nýtt skip hefur bæst við skipaflotann síðan nýtingarréttindi voru afturkölluð sökum óvissu um framtíðarskipan sjávarútvegsmála þar í landi. Árið 2014 reiknaði hagfræði- stofnun í Færeyjum út auðlindarentu í færeyskum fiskveiðum. Eingöngu var tekið mið af veiðum við útreikninga á auðlinda- rentu, þar sem virðisauki í vinnslu tilheyrir ekki auðlindanýtingu. Niðurstaðan var sú að 80% af auðlindarentunni skapaðist við uppsjávarveiðar og hin 20% við veiðar á bolfiski í Barentshafi. Engin auðlindarenta skapaðist við veiðar á bolfiski á heimamiðum. Færeyingar eru því með takmarkaða gjaldtöku sem aðeins snýr að uppsjávar- tegundum. Færeyingar hófu sérstaka gjaldtöku af afla sem landað er erlendis árið 2011. Árið 2013 var í fyrsta skipti sett veiði- gjald á makríl. Veiðigjald á allar tegundir Á íslandi er veiðigjald lagt á allar fisktegundir, en í Færeyjum er hins vegar aðeins innheimt Árið 2015 veiddu Færeyingar alls sjö þúsund tonn af þorski á heimamiðum. Afli íslands á heimamiðum á sama tíma var alls 228 þúsund tonn. veiðigjald af þremur tegundum, þ.e. makríl, kolmunna og norsk-íslenskri síld. Veiðigjald af þeim tegundum er hærra en á íslandi. Þó er mikilvægt að horfa til þess að sjómenn borga hluta af veiðigjaldi í Færeyjum, ólíkt því sem að gerist á íslandi. Engin sérstök gjaldtaka er lögð á hefðbundna fiskistofna á heimamiðum Færeyinga, eins og þorsk og ýsu. Áætluð veiðigjöld á íslandi fyrir árið 2016 eru 8 milljarðar íslenskrar króna, í Færeyjum eru áætluð veiðigjöld fyrir árið 2016 hins vegar 2,7 milljarðar íslenskra króna. Óbein gjaldtaka Mikilvægt er að hafa í huga að hér á landi er einnig óbein gjaldtaka í sjávarútvegi þar sem íslenska ríkið hefur til ráðstöfunar 5,3% af úthlutum aflaheimildum. Aðeins þrjú fyrirtæki í sjávarútvegi hafa meiri aflaheimildir til ráðstöfunarfyrir fiskveiðiárið 16/17 en íslenska ríkið hefur. Áætluð tonn sem íslenska ríkið hefur til ráðstöfunar fyrir fiskveiðiárið 16/17 eru tæplega 53 þúsund tonn, en til samanburðar buðu Færeyingar út samtals 36 þúsund tonn í sumar. íslenska ríkið ráðstafar þessum aflaheimildum til strandveiði, línuívilnunar, byggðakvóta og annarra aðgerða. Áætluð aflaverðmæti þessara 53 þúsund tonna eru um 7,5 milljarðar íslenskra króna. Aflamark vs. sóknarmark Aflamarkskerfi í skýrslunni leggur meirihluti nefndarmanna (8 af 9) til að horfið verði frá gildandi sóknarmarkskerfi (dagakerfi) og tekið verði upp aflahlutdeildarkerfi (kvóta- kerfi). Ástand stofna á heimamiðum í Færeyjum er bágborið og því telur nefndin þörf á að endurskoða fiskveiðistjórnunina. Það er mat nefndarinnar að of mikil sókn ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 53
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.