Þjóðmál - 01.12.2016, Síða 68
Mat á virði stöðguleikaeigna sem gert
var við framsal þeirra í janúar 2016, og
byggði að mestu leyti á bókfærðu virði
eignanna hjá slitabúunum sjálfum,
nam alls 384,3 milljörðum króna. Þar
af var laust fé metið á 17,2 milljarða
króna, framseldar eignir á 60,4
milljarða, skilyrtar Ijársópseignir á 18,4
milljarða og framlög vegna viðskipta-
banka á 288,3 milljarða.
Lítum aðeins á grundvöllinn að
þessum framlögum. Öll slitabú fallinna
fjármálafyrirtækja fengu nauðasamning
samþykktan af kröfuhöfum fyrir árslok 2015.
Ella hefðu þau orðið að greiða stöðugleika-
skatt. Að uppfylltum stöðugleikaskilyrðum
í tengslum við gerð nauðasamnings fengu
slitabúin undanþágu frá fjármagnshöftum,
líkt og þau hefðu fengið við greiðslu stöðug-
leikaskatts. Slitabú þriggja stærstu viðskipta-
bankanna hafa nú þegar uppfyllt þessi
skilyrði og fengið undanþágu. Stöðugleika-
skilyrðin eru m.a. uppfyllt með afhendingu
stöðugleikaframlaga í ríkissjóð sem vará
þeim tíma talin vera lægri fjárhæð en sem
nemur áætluðum stöðugleikaskatti, enda er
með þeim dregið úr áhættu tengdri slitum
búanna með öðrum og skilvirkari hætti en
greiðsla skattsins hefði gert. Fjárhæð stöðug-
leikaframlags endurspeglar þá áhættu sem
stafar af ráðstöfun innlendra eigna búanna
en mun breytast í samræmi við breytingar á
virði eignanna. Þannig er dregið verulega úr
hættu á því að hærra verðmat eigna við sölu
en gert er ráð fyrir nú muni valda óstöðug-
leika. Þessi nálgun gerði meðal annars að
verkum að ríkissjóður naut hækkunar á verð-
mati Lyfju en ekki kröfuhafar. Því kann svo
að vera að stöðugleikaskilyrðin skili ríkissjóði
svipuðum upphæðum og stöðugleikaskattur
þegar upp er staðið.
Nauðasamningar tveggja af þremur
stærstu þrotabúunum gera ráð fyrir að búin
styrki fjármögnun viðskiptabanka, sem eru í
þeirra eigu, með því að breyta gjaldeyrisinn-
lánum búanna í fjármögnun til meðallangs
tíma og að lánafyrirgreiðsla stjórnvalda til
sömu banka verði endurfjármögnuð. Þá falla
slitabúin frá frekari kröfum og málssóknum
á hendur ríkinu og felur uppfylling stöðug-
leikaskilyrða þannig í sér endanleika sem
ekki hefði verið tryggður með greiðslu
stöðugleikaskatts. Leið nauðasamninga
á grundvelli undanþágu að uppfylltum
stöðugleikaskilyrðum er því metin skilvirkari
og áhættuminni en leið stöðugleikaskatts
að sömu markmiðum og flýtir fyrir að hægt
verði að hrinda í framkvæmd næstu skrefum
áætlunar um losun fjármagnshafta. En lítum
á virði stöðugleikaeigna.
Virði stöðugleikaeigna
í skýrslu fjármálaráðuneytisins 15. ágúst
2016 voru stöðugleikaeignir sem Seðla-
banki íslands veitti viðtöku á grundvelli
almennra stöðugleikaskilyrða flokkaðar með
eftirfarandi hætti:
• laustfé
• framseldareignir
• skilyrtar fjársópseignir
• framlög vegna viðskiptabanka (þ.á.m.
eignarhlutir).
Mat á virði stöðguleikaeigna sem gert var
við framsal þeirra í janúar 2016, og byggði
að mestu leyti á bókfærðu virði eignanna
hjá slitabúunum sjálfum, nam alls 384,3
milljörðum króna. Þar af var laust fé metið
á 17,2 milljarða króna, framseldar eignir á
60,4 milljarða, skilyrtar fjársópseignir á 18,4
milljarða og framlög vegna viðskiptabanka á
288,3 milljarða.
Þegar áætlun ríkisstjórnarinnar um
haftaafnámið var kynnt í júní 2015 sagði Lee
C. Buchheit, ráðgjafi framkvæmdahóps um
losun hafta, í samtali við Kjarnann:
„Ef áætlunin gengur upp munu um 650
milljarðar króna renna til ríkissjóðs. Ég
veit ekki nákvæmlega hver endanlega
talan verður. Það fer eftir því á hvað nýju
bankarnir munu seljast, á hvað kröfurnar
gegn innlendu aðilunum skila og svo fram-
vegis. En mérfinnst þetta líkleg tala. Þessi
66 ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016