Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 83

Þjóðmál - 01.12.2016, Qupperneq 83
hafta á íslandi 1930-1960 var, að þjóðlífið mótaðist þá miklu frekar af stjórnmála- baráttu en viðskiptum. Fyrirgreiðslustjórn- mál verða því mikilvægari sem menn þurfa meiri fyrirgreiðslu.Tímamót urðu árið 1960 við endalok haftabúskaparins. Nokkru síðar benti prófessor Ólafur Björnsson einmitt á þá þversögn, að kvartanir um flokksræði hefðu aukist, eftir að flokksræði minnkaði við niður- fellingu haftanna. Hafði hann það til marks um aukið svigrúm einstaklinga: Þeir áttu ekki lengur afkomu sína undir flokkum og þorðu því að gagnrýna þá.59 Við tók 20-30 ára tímabil, þar sem leifarfyrirgreiðslustjórnmála hjá ríkinu mátti aðallega greina í bönkum og opinberum sjóðum.60 Þótt bankastjórar væru ekki beinlínis fulltrúar stjórnmálaflokka, höfðu þeir flestir góð tengsl við þá einhverja. Þar eð vextir voru oftast fyrir neðan það, sem myndast hefði á frjálsum markaði, voru bankastjórar og forstjórar lánasjóða líka í aðstöðu til að úthluta gæðum. Þær breytingar, sem urðu á tímabilinu, gengu í báðar áttir. Þegar verðtrygging fjárskuldbindinga var tekin upp með Ólafs- lögum 1979 (en þau voru kennd við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra), fækkaði til muna tækifærum til skömmtunar lánsfjár eftir stjórnmálasjónarmiðum. Menn þurftu nú að greiða fullt verð fyrir lán, sem urðu fyrir vikið ekki eins eftirsótt og áður. Sam- vinnuhreyfingin, sem vaxið hafði og dafnað í skjóli opinberrar fyrirgreiðslu, veslaðist upp.61 Önnur tímamót urðu 1988, þegar vinstri stjórn undir forsæti Steingrfms Hermannssonar hvarf aftur að því að efla opinbera sjóði. Látið var svo heita, að örva ætti nýsköpun, til dæmis í fiskeldi og loðdýrarækt, en auðvitað skiptu atkvæðaveiðar máli eins og svo oft áður.62 Þriðju tímamótin urðu 1991, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks lagði niður mikilvægustu opinberu sjóðina, sem áður höfðu verið notaðirtil að styrkja atvinnu- fyrirtæki. Sú þróun, sem þá hófst, hélt áfram, þegar bönkunum var breytt í hlutafélög og þeirsíðan seldireinkaaðilum.Varsú breyting um garð gengin í byrjun árs 2003. Nú skömmt- uðu vextir lánsfé frekar en bankastjórar. Ætla má, að stjórnmálahygli hafi snarminnkað við tímamótin 1991, ekki vegna þess að valdsmenn hafi nauðsynlega batnað, heldur vegna þess að tækifæri þeirra til að hygla öðrum hafi minnkað. En í ritgerð frá 2006 telur prófessor Gunnar Helgi Kristins- son þrátt fyrir þetta, að enn gæti verulegrar stjórnmálahygli á íslandi: Stöðuveitingar ráðist nokkuð af stjórnmálasjónarmiðum. Dregur hann þessa ályktun af rannsókn, sem hann gerði á viðhorfum 17 manna í eða nálægt stjórnsýslunni á 111 stöðu- veitingum árin 2001-2005. Þar var um að ræða æðstu stöður í stjórnsýslunni, 82 stöður forstöðumanna ríkisstofnana og síðan stöður sendiherra, ráðuneytisstjóra og hæstaréttar- dómara. Niðurstaða 17-menninganna var, að 68% stöðuveitinga hefðu ráðist af almennum hæfnissjónarmiðum („faglegum" sjónarmiðum), 57% af skrifræðissjónarmiðum (þar sem menn hlutu fyrirsjáanlegan fram- gang í stigveldi stjórnsýslunnar) og 44% af stjórnmálasjónarmiðum að verulegu leyti. í mörgum dæmum gátu tvö eða jafnvel þrjú sjónarmiðin öll gegnt hlutverki, en í 16% stöðuveitinganna var talið, að aðeins væri um stjórnmálasjónarmið að ræða. Einnig kom fram í rannsókninni, að framsóknar- menn voru gjarnari á að skipa flokksmenn í embætti en sjálfstæðismenn.63 Þó vaknar sú spurning, hversu víðtækar ályktanir má draga af slíkri rannsókn. Hvers vegna var valið tímabilið 2001-2005, þegar sömu tveir stjórnmálaflokkar voru við völd, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, en ekki tímabilið 1985-1993, þegar fjórar ólíkar samsteypustjórnir sátu, þótt ekki væri nema til samanburðar?64 Hvernig voru einstakling- arnir sautján, sem meta áttu embættisveit- ingarnar, valdir? Sjálfur er prófessor Gunnar Helgi Kristinsson til dæmis yfirlýstur and- stæðingur Sjálfstæðisflokksins.65 Hann var líka í þeim fámenna hópi, sem studdi fyrsta lcesave-samning vinstri stjórnarinnar 2009.66 Sá samningur hlaut 1,9% gildra atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu 2010, en 98,1% kjósenda voru andvíg honum.67 Prófessorinn hefur því frekar skipað sér á jaðar en í miðju ÞJÓÐMÁL vetrarhefti 2016 81
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.