Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 9

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 9
7 í góðu gildi fyrir Austurland, þótt nokkuð sé um liðið, síðan þeim lauk, að minnsta kosti verða þær ávallt að teljast mikilsverð undirstaða fyrir þá tilraunastarfsemi, sem nú er rekin austur þar. Virtist því einhlítt og sjálfsagt að sýna tilraunum þessum þann sóma að gera þær upp, svo sem efni stóðu til, og draga af þeim þann lærdóm, sem verða má. Þetta hefði átt að gera óðar og Eiðastöðin var lögð niður og meðan maður sá, er mest hafði um þessar tilraunir fjallað, var í tölu lifenda. Hefði þá vafalaust mátt fá meiri fræðslu um þær, heldur en fengin verður úr tilraunabók- unum, sem geyma lítið annað en hinn tölulega árangur, auk greinargerð- ar um tilhögunina. Þannig kernur sér oft illa að vita ekki um jarðveginn, sem tilraunin varð gerð í, legu tilraunarinnar og meðferð landsins áður en tilraunin er gerð, og ýmislegt fleira mætti nefna. Það eykur gildi margra þessara tilrauna, að hliðstæðar tilraunir hafa verið gerðar um svipað leyti, bæði á Akureyri og á Sámsstöðum. Virðist gott samræmi og eðlilegt milli árangursins frá þessum tilraunastöðvum, einkum milli Akureyrar og Eiða. í skýrslu þessa er tekið eins mikið af tilraunum frá Eiðum og unnt var og gat haft nokkurt gildi, og á tímabilinu 1928—1941 er aðeins sleppt einni tilraun, sem að vísu var gerð í mörg ár af mestu kostgæfni, en til- högunin var svo gölluð, að eigi gat svarað kostnaði að eyða tíma í að reikna hana út. Tilraun þessi átti að fjalla um samanburð á Nitrophoska, jafngildum áburðarskammti og venjulegum áburðarskammti af ósam- settum áburðartegundum. — Sá Ijóður var þó á þessu, að Nitrophoska- skammturinn og jafngildi skammturinn voru alls ekki jafngildir, og vék mikið frá réttu lagi, eða um 17%. Tilraunin gat því engan samanburð gefið á Nitrophoska og venjulegum ósamsettum áburði. Þá voru skammt- ar þeir, er nefndir voru „jafngildur" og „venjulegur“, svo líkir, að þess var ekki að vænta, að þeir gæfu nokkurn mun. Ennfremur var áburðar- magni breytt að minnsta kosti tvisvar á tilrauninni á tímabilinu, og búfjáráburður borinn á áburðarlausa liðinn, að minnsta kosti sum árin. Allt þetta gerir árangur tilraunarinnar gersamlega ónothæfan. Nokkuð gætir þess, að áburðarskömmtum sé breytt í tilraununum á Eiðum í miðjum klíðum. Áburðarþörfin þar virðist hafa verið mikil, og hafa því áburðarskammtar þeir, sem byrjað var með, oft gefið allt of litla uppskeru. Áburðarmagnið hefur þá verið aukið, og kemur það ekki að sök, þegar aukningin er hlutfallsleg yfir alla tilraunina, sem oftast er. Tilraunirnar á Eiðum voru fyrst og fremst áburðartilraunir, en einnig voru gerðar þar nokkrar nýræktartilraunir, tegundatilraunir o. fl. Sumar áburðartilraunirnar hafa fyrst og fremst staðbundið gildi, en flestar þeirra verða ekki taldar mjög staðbundnar, eða hafa jafnvel almenna þýðingu. Við útreikning og uppgjör þessara tilrauna hefur verið fylgt nokkuð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.