Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 78

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 78
76 Nýyrkjutilraunir. Annar þátturinn í tilraununum á Eiðum eru tilraunir með græn- fóður og grasfræsáningu. Þessi þáttur er miklu fyrirferðarminni heldur en áburðartilraunirnar, en þó ekki ómerkari, það sem hann nær. Fyrst verður hér getið grænfóðurtilrauna og tilrauna í landi, sem síðar er tekið til grasræktar, þar á meðal tilrauna með kartöflur, en síðan verður greint frá hinum eiginlegu grasræktartilraunum. Töluröð tilraun anna er haldið óbreyttri. 14. Samanburður grænfóðurhafra 1931—1934. Árið 1931 var byrjað á tilraun með samanburð á höfrum til grænfóð- urs. Átti að reyna sex tegundir og hafa fimm endurtekningar. Áburðar- reitir voru 6 x 6 = 36 m2 og uppskerureitir 5 x 5 = 25 m2. Áburður var 278 kg þýzkur kalksaltpétur 15.5%, 278 kg superfosfat 18% og 180 kg kalí 37% á ha. Eigi komu allar hafrategundirnar, sem reyna átti, í tæka tíð, svo að fyrsta árið urðu aðeins þrjár þeirra reyndar: 1. Sigurhafrar, 2. Orion- hafrar, 3. Kungshafrar, allar sænskar. Kalí og fosfóráburði var dreift 14. og 15. júní, en höfrunum ekki sáð fyrr en 23. júní. Saltpétrinum var dreift 5. júlí. Reitirnir voru slegnir 12. september og heyið vegið þurrt 22. sept. Nokkur arfi var á sumum reitunum, og þornaði uppskeran því misjafn- lega fljótt. Næsta ár, 1932, eru hafrategundirnar sex. Kungshafrar, sem voru nr. 3, eru þá úr sögunni, en auk hinna tveggja eru þessar: 3. Engelbrekts- hafrar, 4. Kusthafrar, 5. Perluhafrar og 6. Arnarliafrar. Sláttureitir og áburðarreitir eru eins, 5 x 5 = 25 m2, og í stað varðbelta aðeins breiðar rásir milli reitanna. Áburðurinn hefur verið aukinn í 600 kg kalksalt- pétur, 600 kg superfosfat og 390 kg kalí á ha. Jarðvinnslu er lokið og kalí og fosfór dreift 5. júní, höfrunum sáð 7. júní, saltpétri dreift 28. júní, slegið 7. sept. og vegið þurrt 23. sept. Dálítill arfi gerði vart við sig, og voru tveir reitir felldir niður úr tilrauninni af þeim ástæðum, 3 a og 3 d. Árið 1933 verður enn breyting á tilrauninni. Þá vantar 1. og 2. teg- und af höfrunum, og í stað nr. 3, Engelbrektshafra, koma Niðarhafrar. Landið er búið undir sáningu 31. maí, sáð 2. júní, saltpétur borinn á 15. júní, slegið 10. sept. Hafrarnir voru þá famir að leggjast vegna mikillar sprettu og óþurrka. Þurrvigt fékkst ekki, því að eigi tókst að þurrka upp- skeruna. Eftirtekjan þessi fjögur ár hefur orðið eins og tafla XX sýnir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur
https://timarit.is/publication/1605

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.