Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 95
93
22. Mismunandi sáðmagn af grasfræi 1938.
Tilraunir með mismunandi sáðmagn af grasfræi höfðu verið gerðar
bæði á Akureyri og Sámsstöðum. Æskilegt þótti, að slíkar tilraunir yrðu
einnig gerðar á Eiðum, og voru þær hafnar árið 1938.
Tilraunir þessar voru tvær þríliða tilraunir og þrjár endurtekningar
í hvorri. Tilraunirnar verða hér nefndar I og II. í tilraun I var sáð venju-
legri grasfræblöndu, en í tilraun II sörnu blöndu með 40% af smára
(Morsö). Sáðmagnið í báðum tilraununum var þannig:
a....................... 20 kg fræ á ha
b....................... 30 - - - -
c....................... 40 - --------------
Stærð reita var 20 m2 og engin varðbelti, aðeins mjó rás á milli reit-
anna. Áburður var þannig á ha árlega, eða hliðstætt í öðrum áburðar-
tegundum:
A tilraun I A tilraun II
Þýzkur kalksaltpétur 15.5%
Superfosfat 18%............
Kalí 37%...................
500 kg 300 kg
300 - 300 -
200 - 200 -
Sáð var í reitina 10. júní 1938. Bæði grasfræ og smárafræ spíraði
vel, en ekki var uppskeran vegin þetta sumar, því að eitthvað bar á arfa
í sumum reitunum.
Árið 1939 og 1940 er kalí og fosfóráburður borinn á seint í apríl eða
í maíbyrjun, en saltpétur 10. maí bæði árin. Síðustu tvö árin er notað
ammophos í stað saltpéturs og superfosfats, en áburðartíma ekki getið.
Tilraunareitirnir voru slegnir og hirtir þannig:
Ár Slegið 1. sinn Hirt Slegið 2. sinn Hirt
1939 ............... 24. júní 11. júlí 23. ágúst 28. ágúst
1940 ................ 6. júlí 12. — 10. sept. 22. sept.
1941 ............... 17. — 22. — 22. ágúst 1. sept.
1942 ............... 10. - 19. - 8. - 15. ágúst
I
Um smárann segir svo: Sumarið 1939 var smárinn vel vaxinn í hánni.
Árið 1940 er ekkert getið um smárann, en sjálfsagt hefur hann verið eitt-
hvað minni það ár, því að 1941 er sagt, að hann hafi gengið dálítið úr
sér og að skellur séu í hann. Síðasta árið er sagt, að hann sé sæmilega
sprottinn. Uppskerutölur af þessum tilraunum eru á töflu XXVI og töflu
XXVII.
Tilraunir þessar munu hafa verið gerðar hlið við hlið í áþekkum
jarðvegi, svo að þótt þær séu fyrst og fremst um sáðmagn og sjálfstæðar
tilraunir, gefa þær einnig nokkum samanburð á fræblöndunum, en hann
V