Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 52
50
7. Samanburður á nitrophoska, Leunaphos og saltpétri-f-superfosfat
1929-1934.
Þetta er þriðja Hansenstilraunin. Hún er í fjórum liðum og endur-
tekningar fjórar. Áburðarreitirnir eru 7.07 x 7.07 = 50 m2 og sláttureitir
5 x 5 = 25 m2. Tilhögun venjuleg ferskipan. Tilraunin er gerð í sex ár,
eins og tilraunin hér á undan, og áburðarmagnið er aukið um þriðjung
á miðju tilraunaskeiði, þ. e. eftir þrjú ár.
Liðir og áburður voru þannig (áburðurinn miðaður við ha):
a. Aburðarlaust.
b. 400 kg kalksp. 15.5%+320 kg sup. 20% 1929-31; 600 kg saltp.+480 kg sup. 1932-34.
c. 310 kg Leunaphos (20 N+20 P2Oj) 1929—31; 465 kg Leunaphos 1932—34.
d. 376 kg nitrophoska (16.5 N+16.5 P;Or.+21 K20) 1929-31; 564 kg nitroph. 1932-34.
Áburðarskammtarnir eru ekki fyllilega jafngildir. Köfnunarefnið er
þó eins, 62 og 93 kg á ha, á öllum áburðarliðunum. Fosfórsýran er einnig
áþekk, en nitrophoskaliðurinn hefur 80 og 120 kg af kalí á ha umfram
hina liðina. Mun skákað í því skjólinu, að kalískorur sé ekki á tilrauna-
landinu, en því má varlega treysta í sex ár. Þó verður engin bending í þá
átt séð af uppskerutölunum.
Tilraunin er aðeins einslegin 1929 og 1931, og síðara árið er sagt að
kal hafi verið í meira en helmingi reitanna, eða þessum: a3 og a4, bl og
b4, cl til c4, dl. Það er c-liðurinn, sem harðast hefur orðið úti þetta ár.
Tafla XIV.
Uppskera í hkg á ha, hey%, háar°/0 og uppskeruhlutföll úr tilraun
með samsettar áburðartegundir.
1. s 1 á 11 u r :
Ar a. Áburðarlaust b. Saltpétur+ superfosfat c. Leunaphos d. Nitrophoska
gras hey hey% gras hey hey% gras hey hey% gras hey hey%
1929 .. 44.5 10.5 23.6 119.5 38.3 32.1 135.5 44.4 32.8 123.5 39.0 31.6
1930 .. 14.0 8.5 60.7 79.5 38.7 48.7 77.5 36.8 47.5 61.0 29.9 49.0
1931 .. 22.0 6.7 30.5 105.5 37.9 35.9 87.0 31.5 36.2 124.5 39.4 31.6
1932 .. 20.0 6.4 32.0 182.0 63.5 34.9 160.0 58.5 36.6 188.0 65.3 34.7
1933 .. 20.5 8.8 42.9 191.5 59.5 31.1 157.5 55.4 35.2 292.5 81.7 27.9
1934 .. 12.7 6.2 48.8 132.6 36.8 27.8 86.0 30.2 35.1 130.0 37.9 29.2
Meðaltal 6 ára .. 22.28 7.85 35.2 135.1 45.78 33.9 117.25 42.8 36.5 153.25 48.87 31.9