Rit Landbúnaðardeildar : B-flokkur - 01.05.1957, Blaðsíða 39
37
Ekkert N Brst. amm. Kalkamm. 1. kalksaltp. 2. kalksaltp.
Eiðar, 5 ár ............ 1024 5104 5180 5674 7612
Akureyri, 5 ár .... 3630 5480 5610 5370 7700
Sámsstaðir, 4 ár ... 4226 6741 6904 6885 8517
Áburðartegundirnar hafa orðið mjög áþekkar á Sámsstöðum og Akur-
eyri, og kalksaltpéturinn reynzt sízt betri heldur en kalkammonsaltpét-
urinn. Það er aðeins á Eiðum, sem hann virðist hafa greinilega yfirburði.
Vaxtaraukinn hefur orðið þannig í kg af heyi á ha:
Brst. amm. Kalkamm
Eiðar, 5 ár . .. . 4080 4156
Akureyri, 5 ár . 1850 1980
Sámsst., 4 ár . . . 2515 2678
l.kalksalt KgheyákgN 2. kalks. KgheyákgN
4650 83.3 1938 34.7
1740 34.5 2330 52.5
2659 57.2 1632 35.1
Áburðurinn verkar nokkuð ólíkt á öllum stöðunum. Á Eiðum er
vaxtaraukinn langsamlega mestur af minni N-skammtinum en minnstur
á Akureyri. Hins vegar gefur viðaukinn langmestan vaxtarauka á Akur-
eyri og mun meiri heldur en minni skammturinn gaf, en á Eiðum og
Sámsstöðum er hann áþekkur og mikið þverrandi.
Af tilraununum á Eiðum með samanburð á N-áburði má draga eftir-
farandi ályktanir:
E Þýzkur kalksaltpétur virðist hafa gefið jafnbezta raun af áburði
peim, sem reyndur hefur verið, en munurinn er þó ekki rnikill á honum
og öðrum saltpéturstegundum, en hins'vegar gefa ammoniaksamböndin
lakari árangur. Virðast. súrverkandi áburðartegundir ekki hafa verið hag-
kvœmar á landi stöðvarinnar.
2. Köfnunarefnisskortur er mikill í tilrauninni, en virðist pó tiltölu-
lega fljótt fullnœgt. Hóflegt áburðarmagn, 46—70 kg N á ha, gefur mjög
góðan vaxtarauka, 83 kg hey á kg N, en vaxtaraukinn er mjög pverrandi
þegar áburðarmagnið er komið upp i um 140 kg N á ha.
3. Samanburður tilraunar III við hliðstœðar tilraunir á Akureyri og
Sámsstöðum sýnir Ijóslega, hve ólík áburðarþörfin getur verið og hve
ólikt vaxandi áburðarskammtar geta verkað frá einum stað til annars.
5. Mismunandi áburðartímar á nitrophoska og saltpétri 1929—1940.
Þetta er umfangsmikil tilraun, sjö liðir og fimm samreitir. Hún er
hafin 1929 og haldið áfram í 12 ár. Stærð áburðarreita er 6 x 6 = 36 m2,
en sláttureitir eru 5 x 5 = 25 m2. Niðurröðun reita er venjuleg stýfð
ferskipan, og er þó skipan reita nokkuð frábrugðin venju, án þess að út á
það sé setjandi.
Áburðartímarnir eru þrír og flytjast vitanlega nokkuð til frá ári til
árs. Veldur því mismunandi veðurfar og fleira. Svo virðist, sem hug-